Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 2
á aö gæði á orgelum geta veriö mjög mismunandi og þaö getur veriö dýr keypt aö ætla sér aö spara um of þegar nýtt hljóðfæri er keypt. Margir haff rekið sig á það og þurft að endumýja hljóðfærið eftir óeölilega stuttan tíma Ýmsir möguleikar aðrir en að slá af gæðakröfunum eru fyrir hendi. Hægt e að leita eftir meira fjármagni, fá bráðabirgðahljóðfæri, eða e.t.v. kaupa minní hljóðfæri en ætlað var í upphafi, ef það telst forsvaranlegt. Ein er sú sparnaðarleið við kaup á hljóðfæri sem mjög skal varast, en þac er að kaupa svonefnt „rafmagnsorgel". í raun er rangt að nefna það orger því um allt annað hljóðfæri er að ræða, þar sem tónmyndunin er allt öðruvís en í pípuorgeli, þó reynt sé að líkja eftir orgelhljómi. Hér gefst ekki rúm til ac tæpa frekar á þessu máli, en það mun verða gert síðar hér í blaðinu. Nóg e hér að minna á að kirkjan ber ábyrgð á þeirri arfleifð sem hún hefur meðtekic og ber að nota miðla sem eru „ekta" í stað þess að nota eftirlíkingar. Þ.E. ORGANISTAR Laus er staða organista við Dalvíkurkirkju. Umsóknin sendist fyrir 15. september. Allar nánari upplýsingar veitir sóknarprestur Jón Helgi Þórarinsson í síma 96-61685. ORGANISTA vantar að Bolungarvíkurkirkju. Upplýsingar gefa ElíasH. Guðmundssonvs. 94-7110oghs. 94-7275, Jón Friðgeir Einarsson hs. 94-7158 eða sóknar- presturinn 94-7135. 2 ORGANISTABLAÐIB

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.