Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 3
Orgelskoðun í Ungverjalandi „Betur sjá augu en auga", þannig hljóðar gamall málsháttur. Þaö má segja að hann í örlítið breyttri mynd (Betur heyra . . .) hafi verið einkunnarorð ferð- ar nokkurra organista til Ungverjalands (og Danmerkur), dagana 9-16. apríl sl. Þeir sem tóku þátt í ferðinni voru Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri og kona hans, Grímhildur Bragadóttir, Guðný Margrét Magnúsdóttir, organisti í Fella- og Hólasókn, Ólafur Sigurjónsson, organisti í Forsæti, Ketill Sigurjóns- son, orgelsmiður í Forsæti og undirrituð sem er organisti í Víðstaðasókn. Tilefni ferðarinnar var eins og áður er tæpt á, að sjá og heyra með eigin skiln- ingarvitum og milliliðajaust orgel í Ungverjalandi. Það var lagt af stað snemma morguns þann 9. apríl frá Keflavík og var í fyrstu lotu haldiðtil Kaupmannahafnar, reyndarmeð millilendingu í Glasgow og þótti fólki það lofa góðu að farið var að grænka hjá grönnum okkar Skotum. Á Kastrup-flugvöll vorum við komin um miðjan dag, en þar máttum við bíða góða stund meðan gerð var allsherjar leit að ferðatöskunni hans Óla, en einhverra hluta vegna hafði sá góði gripur orðið viðskila við eiganda sinn og virtist ætla að skoða heiminn upp á eigin spýtur, og fannst hún hvergi þrátt fyrir mikla leit. Þarna út á flugvöll var kominn danskur organisti, Gunnar Svensson, til þess að taka á móti okkur og var hann búinn að búa svo um hnútana að við gætum skoðað orgel í þremur kirkjum næsta dag og að auki kvað hann okkur hjartanlega velkomin á kóræfingu hjá kórnum sínum um kvöldið. Þama skildust nú leiðir, söngmálastjóri og frú fóru út í Dragor en þar ætl- uðu þau að gista, en við hin fórum inn í miðborgina að leita uppi hótelið þar sem við áttum að búa. Það er skemmst frá því að segja að eftir að vera búin að finna gististaðinn, líta aðeins inn í verslanir í miðbænum og fá okkur eitthvað í svanginn þá fórum við á kóræfinguna hjá Gunnari Svensson, en hún var í Filips Kirke sem er úti á Amager ekki langt frá flugvellinum. Við tók- um leigubíl þarna úteftir og var bílstjórinn mikið undrandi á því að viö værum að'fara í kirkju svona seint, honum þótti við greinilega kynlegir kvistir. í kórnum eru um 30 manns á aldrinum 16-30 ára. Þessi kór starfar í tengsl- um við kirkjuna, kemur fram á tónleikum o.þ.h.. Þau syngja bæði kirkjulega og veraldlega tónlist og hafa ferðast heilmikið um Evrópu, yfirleitt farið í eina utanlandsferð á ári. Þau syngja hins vegar ekki við almennar guðsþjónustur, það eru nokkrir einsöngvarar sem sjá um að leiða þar almennan söng. Þessi ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.