Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 4

Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 4
I orgelverksmiðjunni. hópur virtist vera glaðvær og skemmtilegur og þarna var talsvert af ungum og fallegum röddum sem fengu að spreyta sig á smáeinsöngsköflum, svona út úr kórnum. Það var annars merkilegt hvað við könnuðumst þarna við marga, eins og altröddina sem alls ekki vildi vera við hliðina á sóþran. Þau voru aö undirbúa vortónleika sem áttu að vera í maí og einnig ferðalag til Póllands í júlí, og voru þetta kvöld að glima við verk eftir Carl Nielsen og Niels W. Gade. Það má svo geta þess svona í framhjáhlaupi að þau hafa hugsað sér að koma til Islands á næsta ári. Næsta dag tókum við daginn snemma og byrjuðum á því að fara út í Filips Kirke á nýjan leik, að þessu sinni til þess að skoða orgelið. Það er gamalt Marcussen orgel, 20 radda, frá 1859, en endurbyggt á þessari öld af P.G. Andersen. Þetta hljóðfæri er ótrúlega hljómfagurt. Næst fórum við í Heilags- andakirkju og hlýddum þar á stutta orgeltónleika og skoðuðum svo orgelið á eftir. Það er stórt orgel, 86 radda, byggt árið 1986 af Marcussen. Þetta'er glæsilegt hljóðfæri í alla staði. Að síðustu fórum við í Vigerslev Kirke. Þar er 20 radda Frobenius orgel frá árinu 1967, nokkuð gott hljóðfæri, þótt engan veginn jafnaðist það á við orgelið í Filips Kirke. Þegar við höfðum kvatt Gunnar Svensson og þakkað honum fyrir alla aðstoðina þá var kominn tími til að fara út á flugvöll. Þaðan var svo farið um klukkan 18. Flugferðin til Búdapest tók 4 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.