Organistablaðið - 01.09.1987, Page 5

Organistablaðið - 01.09.1987, Page 5
ekki mjög langan tíma, en það var hins vegar þó nokkur biðröð í vegabréfa- skoðuninni þar. En loksins voru þó allir komnir í gegn athugasemdalaust. Þar var orgelsmiðurinn hr. Kovacs ásamt aðstoðarmanni sínum, kominn til þess að taka á móti okkur. Síðan var ekið inn í borgina, en það tekur u.þ.b. 40 mínúturfráflugvellinum. Það verð ég aðsegjaaðþettavareitthvertalskugga- legasta ferðalag sem ég hef fariö. Það var grenjandi rigning og kolsvarta myrkur, enda orðið framoröið. Við Guðný Margrét fórum í leigubíl ásamt aðstoðarmanni hr. Kovacs, hann reyndi eftir föngum að ræða við okkur og segja okkur frá fyrirhugaðri dagskrá næstu daga. Loksins vorum við komin inn í borgina og þá var farið á einhverja ferðaskrifstofu þar sem við þurftum að fylla út einhverja pappíra og borga fyrir gistinguna. Að því loknu var aftur haldið af stað og að þessu sinni til þess að finna gististaðinn. Göturnar í Búdapest eru víðast mjög þröngar og eru flestar einstefnuakstursgötur, og mun það vera ástæðan fyrir því að bílstjórinn var alltaf að beygja og fara inn í nýja og nýja götu, sem allar virtust vera hver annarri myrkari, vatnið fossaði eftir þeim öllum og til þess að kóróna allt saman voru háir haugar af rusli á öll- um gangstéttum. Okkur leist hreint ekki á blikuna. Fylgdarmanni okkar hefur sjálfsagt skilist það, að minnsta kosti fór hann að segja okkur að það væri V7ð orgelið í kirkjunni í Ajka. ORGANTSTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.