Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 7
/ boði hjá Gabor Trajtler. og borga þaö sem viö höfðum haft upp úr krafsinu. Kovacs haföi beðið þolin- móður eftir okkur og í þessari lotu komumst við á veitingahús án frekari trufl- ana. Þarna komumst við að því að það er hægt að borða ótrúlega fínan mat í Ungverjalandi fyrir aðeins brot af því sem slíkt myndi kosta hér heima. Um kvöldið var okkur boðið á tónleika í Liszt- Akademíunni. Þar lék Seba- atyen János á orgel og sembaló. Þetta voru ágætis tónleikar, og það var óneitanlega gaman að heyra sum verkin sem hann flutti, því að þótt þau væru skrifuð fyrir sembaló eða píanó lék hann þau kannski á orgelið og öfugt; maður vissi sem sagt aldrei hverju maður átti von á næst, þó svo að nafn verksins stæði í efnisskránni. Næsta dag sem var sunnudagur, var frjáls tími fram til klukkan 2. Þá hittum við frú Scilly hjá Evangelísk-Lúthersku-kirkjunni en fyrirhugað var að hún sýndi okkur borgina. Frú Scilly vinnur hjá fyrirtæki sem sér um útflutning og var fulltrúi þess við að taka á móti okkur. Það var ausandi rigning og við örkuðum af stað, flest vopnuð regnhlífum. Við skoðuðum síðan ýmislegt markvert, eins og Matthíasarkirkjuna, en þar er mjög góður hljómburður. Þessi skoðunarferð okkar í rigningunni dróst talsvert á langinn þrátt fyrir lélegt skyggni. Það var annars reglulega leiðinlegt því að borgin er mjög ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.