Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 8

Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 8
falleg. Við rétt náðum í tæka tíð á tónleika í Evangelísk-Lúthersku-kirkjunni kl. 18. Þar flutti kór kirkjunnar ásamt einsöngvurum og hljómsveit Jóhannes- arpassíu Bachs. Mér er sérstaklega minnisstæður stjórnandinn, hann var svo gamall að hann gat varla gengið en samt stjórnaði hann þótt skjálfhentur væri. í passíunni miðri flutti presturinn ræðu og bæn, og við þóttumst býsna góð þegar við áttuðum okkur á því að hann var að fara með Faðir vor. Að öðru leyti skildum við ekki stakt orð. Á mánudagsmorguninn var lagt af stað eldsnemma á tveimur bílum og var ferðinni heitið út á land til þess að skoða orgel frá þessari tilteknu verksmiðju. Fyrra orgelið er í klaustri, Pannonhalma, sem stendur uppi á fjalli. Það voru ýmis vandamál sem þurfti að leysa þegar orgelið var byggt, m.a. varð að taka- tillit til þess að kaþellunni sem það er í, má ekkert breyta. Þarna hefur 40 radda orgeli verið komið fyrir í ótrúlega litlu plássi, enda situr orgelleikarinn beinlínis inni í orgelinu. Þegar verið var að bera orgelpípurnar inn í klaustrið leist munkunum hreint ekki á blikuna, þær voru svo stórar og hlutu þar af leið- andi að framleiða gífurlegan hávaða. Þeir voru vissir um að þetta yrði alltof mikill hávaði fyrir blessaða gömlu munkana sem væru farnir að tapa heyrn. Það var því tekið með í reikninginn þegar orgelið var „intónerað" og stóru pípurnar (16 fóta r.) eru því tiltölulega lágværar. Þetta 40 radda orgel hefur þar af leiðandi minna „tutti“ en raddskipunin gefur til kynna. Þetta orgel fannst mér að því leyti gallað að það var dálítið mikill munur á því sem maður heyrði uþpi og því sem heyrðist niður. í sjálfu sér er það ekkert óeðlilegt þar sem mikið af pípunum er staðsett bæði fyrir aftan organistann og eiginlega fyrir ofan og til hliðar. Þar sem þetta var munkaklaustur þá þurfti sérstakt leyfi til þess að við konurnar fengjum að spila á orgelið. Einn munkanna er jafn- framt organisti þarna, hann fer nokkrum sinnum á ári og heldur tónleika utan klaustursins. Þegar við vorum búin að skoða orgelið var okkur boðið í mat þarna og síðan var okkur sýnt bókasafn klaustursins sem er eitt hið merkasta í Ungverjalandi og hefur að geyma mikinn fjölda merkra bóka og rita, af sum- um þeirra er aöeins til þetta eina eintak í öllum heiminum. Síðan var ekið til Ajka. Þar er annað orgel frá þessari sömu verksmiðju, og eins og nærri má geta vorum við spennt að sjá það og heyra. Það er 20 radda, þannig að stærðin var nálægt því sem viö vorum mest að hugsa um. Þarna var mikið um að vera, það var heill flokkur vaskra manna og kvenna að gera hreina kirkjuna fyrir sjálfa páskahátíðina og notuðu til þess háa stiga og kústa með samanbundnum sköftum og beittu öllum mögulegum brögðum til þess að láta verkið ganga, m.a. var ein á fjórum fótum uppi á altarinu um stund. Þetta orgel vakti ekki mikla hrifningu hjá okkur. Raddskipanin var þannig að orgelið var yfirbyggt, það var tiltölulega meira af 2 fóta röddum og mixtúrum, og tónninn í því fannst mér alltof grimmur. Þegar Kovacs sá hvað við vorum lítið hrifin sagði hann okkur að í þessari kirkju væri enginn kór, en söfnuður- inn sækti vel kirkju og syngi mikið og hátt, kirkjan væri yfirleitt troðfull við 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.