Organistablaðið - 01.09.1987, Page 10

Organistablaðið - 01.09.1987, Page 10
Bláskegg risa eftir Bartók og Spunastofuna eftir Kodály. Óperan í Búdapest er hið glæsilegasta hús, hún líkist nokkuð Vínaróperunni, en eröll smærri að gerð. Þetta hús var tekið í notkun árið 1884. Eitthvað mun starfsemi þess hafa legið niðri á stríðsárunum, en í maí 1945 var það þó opnað aftur, enda hafði það lítið skemmst. Það var síðan endurbætt á árunum upp úr 1980 og varopnað að nýju á 100áraafmælinu árið 1984. Þegarsýningunni lauklögð- um við af stað til þess að leita að veitingahúsi og fundum fljótlega eitt slíkt þar sem sígaunahljómsveit lék fyrir matargesti, m.a. á cymbalom. Eftir hina her- legustu máltíð kvöddum við fjórmenningarnir þau Hauk og Grímhildi, en þau ætluðu að dvelja fram yfir páskana í Búdapest, við hin þurftum hins vegar að hverfa heim til skyldustarfanna. Næsta morgun lögðum við af stað út á flugvöll klukkan 6 og vorum komin til Kaupmannahafnar fyrir hádegi. Á Kastrup beið taskan hans Óla eftir hon- um að þessu sinni, sennilega búin að fá nóg af flakki ein síns liðs. í Kaup- mannahöfn var kalt, hiti ekki nema um 7 gráður og þaðan af minna, og það leit út fyrir að vorsins væri enn langt að bíða. Afganginn af deginum eyddu víst flestir í búðaráp. Morguninn eftir var svo flogið heim. Þegar ég líttil baka yfir ferðina í heild og þau hljóðfæri sem við heyrðum og sáum, þá stendur eitt hljóðfæri öllum hinum framar hvað hljóm snertir, það er orgelið í Filips Kirke. Að bera ungversku orgelin saman við það er náttúrlega óhagstætt þeim. En séu þau borin saman við orgelið í Vigerslev þá er ekki svo ýkja mikill munur, t.d. fannst mér fallegri hljómurinn í orgelinu í Vac. Skrifað 19. júlí 1987 Kristín Jóhannesdóttir Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Ritnefnd: Heiðmar Jónsson s. 621630, Helgi Bragason og Hörður Askelsson formaður. Dreifing: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37,104 Reykjavík s. 34680. Stjórn Félags íslenskra organleikara: Þröstur Eiríksson formaður, Guðni Þ. Guðmundsson gjaldkeri og Kjartan Sigurjónsson ritari. ÍO ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.