Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 11
Nokkrar upplýsingar um störf og stöðu sálrnabókarnefiidar Ritnefnd Organistablaðsins baö mig að skrifa fáeinar línur í blaðið um það sem helst væri að gerast í sálmabókarnefnd. Á Prestastefnu sem haldin var í Borgarnesi í lok júní lagði nefndin fram bréf með upplýsingum um störf og stöðu nefndarinnar. Þetta plagg er ætlað til kynningar og á því ekki síður erindi til organista en presta, og vil ég verða við ofangreindri beiðni með því að birta bréfið hér. Er það gert með þeim ósk- um að þeir organistar sem ekki hafa þegar sent okkur línu en vilja leggja sitt af mörkum við val á sálmum í væntanlegt hefti, sem við köllum reynsluhefti, hafi samband við okkur í nefndinni sem allra fyrst. Jón Helgi Þórarinsson 1. Sálmabókanefnd sú sem nú situr var skipuð af kirkjuráði sumarið 1985. ( henni eiga sæti Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri, sr. Bolli Gústavs- son, sr. Hjálmar Jónsson, HörðurÁskelsson organleikari og sr. Jón Helgi Þórarinsson sem erformaður nefndarinnar. Samþykkt kirkjuþings sem er grundvöllur að starfi nefndarinnar er frá árinu 1982. Þar segir að „eðlilegt sé að auka við og endurskoða sálmabókina". Ekki er kveðið nánar á um hlutverk skipaðar nefndar í samþykktinni, en nefndin hefur frá upphafi mótað stefnu sína og starf í samráði við biskup og kirkjuráð. Það er vilji þeirra að hlutverk nefndarinnar sé að taka saman efni í viðbæti við sálma- bók kirkjunnar og skuli því verki lokið helst fyrir árslok 1987. Nefndin hefur frá því haustið 1985 haldið 13 fundi, sem hafa staðið frá einum og upp í þrjá daga. 2. Hlutverk nefndarinnar er samkvæmt ofanskráðu að taka saman efni í við- bæti við sálmabók kirkjunnar. Nefndin hefur komið sér saman um hvert það efni skuli vera út frá neðanskráðum forsendum og tillögum: a) í kjölfar samþykktar kirkjuþings frá árinu 1982 um að „eðlilegt sé að auka við og endurskoða sálmabókina", gerði til þess kvödd undirbún- ingsnefnd könnun meðal presta og organista sem leiddi í Ijós, að vilji var til að fá aftur inn í sálmabók nokkurn fjölda þeirra sálma sem niður höfðu verið felldir með útkomu sálmabókarinnar frá 1972. Fáeinir sálmar áttu verulegu fylgi að fagna, eins og fermingarsálmarnir „Leið oss Ijúfi faðir" og „Blessun yfir barnahjörð". ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.