Organistablaðið - 01.09.1987, Side 13

Organistablaðið - 01.09.1987, Side 13
stefnum nefndarinnar meö skáldum á síðasta ári aö Löngumýri og nú í maí sl. í Skálholti, og meö þeirri námsstefnu sem fyrirhuguð er á vegum Háskóla Islands í haust. Nefndin lítursvoáað stööugtþurfi aðveratilaöili eöa miöstöö innan kirkjunnar sem hvetur til starfa, safnar nýju efni saman og sendir út til reynslu í söfnuðunum. í lifandi kirkju verða sífellt til nýir sálmar, jafnt lög sem Ijóð eins og líka þörfin fyrir þá. Norrænt kirkjutónlistarmót Norræn kirkjutónlistarmót eru haldin á 4 ára fresti og þá til skiptis á norður- löndunum. Síöasta mótvar haldiö í Osló, íjúní 1986. Þarvoru haldnir fjöldi tónleika ásamt fyrirlestrum og umræðum. Flest tónverkanna sem flutt voru, höföu verið samin á árunum frá síðasta móti, og var forvitnilegt aö sjá hvað er að gerast á þessu sviði meðal kollega okkar á hinum norðurlöndunum. Þátttaka íslendinga var með nokkuð öðrum hætti en hinna norðurlandanna. í stað þess að verkunum væri dreift á hina ýmsu tónleika, voru haldnir sérís- lenskir tónleikar þar sem íslenskir tónlistarmenn fluttu verk íslenskra tón- skálda. Módettukór Hallgrímskirkju söng verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jónas Tómasson, Hjálmar H. Ragnarsson og Hörð Áskelsson. Gústaf Jóhannesson lék sónötu fyrir orgel eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Þröstur Eiríksson lék kóralforspil eftir Jón Nordal og Leif Þórarinsson og kóralfantasíu eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Loks fluttu Margrét Bóasdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttirog HörðurÁskelsson Magnificateftir Jónas Tómasson fyrir sópran, selló og orgel. Var mjög góður rómur gerður að íslensku verkunum og flutningi íslensku þátttakendanna. Þótti mönnum ferskur og öðruvísi blær yfir þessum tónleikum, en mörgum hinna. Margir sýndu áhuga á að koma til íslands, því að næsta mót verður haldið hér á ís- „landi árið 1990. Nú er röðin komin að okkur að halda þetta mót. Það á eftir að kosta mikla vinnu, en vonandi verður hún ánægjuleg og kirkjutónlistarmálum hér á landi mikil lyftistöng. Á mótinu í Osló var haldinn fundur í norræna kirkjutónlistar- ráðinu. Samkvæmt venju voru þartil forsvars kosnir menn frá því landi sem næst heldur mótið. Kosnir voru Þröstur Eiríksson forseti ráðsins og Hörður Áskelsson ritari. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.