Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 15
Frá orgamstanámskeiðinu 1987 Eins og undanfarin 12 ár gekkst Söngmálastjóri fyrir námskeiði fyrir organ- ista í Skálholti dagana 17. júní til 28. júní. í fyrra var sérstaklega gert ráö fyrir kennslu handa einsöngvurum og svo var líka í ár. Tveir fyrstu dagar nám- skeiösins voru sérstaklega ætlaöir þeim sem ekki höföu áöur komiö á organ- istanámskeiö, en á þriðja degi bættust söngvarar og fleiri organistar í hópinn. Að jafnaði voru um 40-50 manns á námskeiðinu upp frá því þar til kórfólkið bættist við fimmtudagskvöldið 25. júní, en þá urðu þátttakendur 200-250. Námskeiðinu lauk eins og undanfarin ár með messu og altarisgöngu í Skál- holtskirkju. Þetta námskeið er það þrettánda, sem Haukur Guðlaugsson hefur haldið síðan hann tók við embætti Söngmálastjóra. Þau hafa verið með hefðbundnu sniði þó þar hafi ákveðin þróun átt sérstað. í fyrstu með þátttöku kórfólksins, sem bættist við á síðustu dögum námskeiðsins, þ.e. dagarnirfrá föstudegi til sunnudags. Sú nýbreytni varð strax vinsæl og hafa oftast komið 200-250 kórfélagar víðs vegar að af landinu og búið í svefnpokum heima í Skálholti eða niður í Sumarbúðum, og þrátt fyrir mikil þrengsli hefur aðsóknin verið mikil og sama fólkið komið ár eftir ár. Sama máli gegnir raunar um organist- ana, þó að þeir búi á heimavistum skólans, stundum fjórir í herbergi, sem er ætlað tveimur og í ofanálag er oft sett inn hljóðfæri til að æfa eða kenna á. Þessi námskeið hafa mikið verið sótt af organistum, sem litla menntun hafa hlotið en sumir hafa nokkra reynslu í að spila í kirkju og jafnvel stjórna kór. Þessir organistar hafa komið ríkari og reynslumeiri heim aftur, sumir hafa jafnvel farið út í frekara tónlistamám, en flestir hafa haldið áfram að sækja þekkingu og uppörvun til námskeiðanna í Skálholti. Fyrir nokkrum árum fékk söngmálastjóri celloleikarann Sr. Gunnar Björns- son til að æfa organistana í að leika undir hjá einleikara, síðan hafa verið Gunnar Egilsson klarinettuleikari, Sr. Gunnar Bjömsson annað árog nú síð- ast Jón Heimir Sigurbjörnsson flautuleikari. Þeir eru allir færir hljóðfæra- leikarar og bæði gaman og gagn fyrir organistana að kynnast leik þeirra, verkunum sem æfa skal og síðast en ekki síst að reyna sig við undirleikinn. Á námskeiðinu 1986 hófst nýr þáttur í organistanámskeiðum. Þá var ein- söngvurum gefinn kostur á að koma og fá raddþjálfun og æfa með undir- leikara og síðan að syngja sitt lag eða sín lög á árlegri kvöldskemmtun, sem er (tengslum við námskeiðið og er haldin að laugardagskvöldi í Aratungu. Á ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.