Organistablaðið - 01.09.1987, Side 16

Organistablaðið - 01.09.1987, Side 16
Söngmálastjóri stjórnar. námskeiðinu í sumarvoru Guðrún Tómasdóttirog Halldór Vilhelmsson leið- beinendur söngvaranna. Guðrún hefur raunar starfað við öll námskeiðin við söngkennslu og þátttakendur hafa oft notið söngs hennar, bæði við kvöld- bænir í kirkjunni svo og þess utan. Aðalkennarar á nýliðnu námskeiði voru auk Hauks Guðlaugssonar: Björn Steinar Sólbergsson (orgel með pedal), Fríða Lárusdóttir (harmonium), Ingi- björg Þorsteinsdóttir Borgarnesi og Beáta Joó ísafirði (kórstjórn). Þær önnuðust einnig undirleik með einsöngvurum ásamt Elíasi Davíössyni org- anista í Ólafsvík. Á þessum fjölmennu og starfssömu námskeiðum hefur svo lánlega til tek- ist að sama fólkið hefur aö meira og minna leyti starfað að leiðbeiningu og kennslu ár eftir ár. Má þar nefna frænkurnar Guðrúnu Tómasdóttur og Fríðu Lárusdóttur svo og Jónas Ingimundarson (kórstjórn, kórstjóri), Glúm Gylfa- son (kórstjórn og orgel m/pedal) og Reyni Jónasson (orgel m/ped.) Margir fleiri hafa komið til kennslu, skal sérstaklega nefna Ingibjörgu Þorsteinsdótt- ur, sem komið hefur til liös nú á síðustu árum. Kynni innbyrðis milli þátttak- enda svo og að kynnast kennurum eru öllum mikils virði, bæði stuðningur í starfinu heima við kirkjurnar og veitir lífsfyllingu að starfa saman að göfgandi 16 ORGANISTABIvAÐIÐ Þeirsungu líka í karlakór. hljómlistinni. Sama fólkið hittist ár eftir ár, hverfur síðan heim til sinna anna, en á í vændum nýjatónaviku í Skálholti. Ingibjörg í Fljótstungu orðaöi þetta svo: Ég vona að við hittumst öll að ári, aftur verði söngs og gleði notið sálartetrið tryggt gegn kreppu og fári tign og gleði æðsta máttar lotið. Söngmálastjóri hefur jafnan lagt kapp á að fáfræðara eða listamenn til að heimsækja Skálholt meðan á námskeiði stendur og hafa kvöldvökur með þátttakendum. Oratorienkören frá Svíþjóð heimsótti Skálholt og hélt þar tón- leika mánudaginn 22. júní. Þriðjudagskvöldið var haldið niður á Eyrarbakka að hlýða á Drengjakór St. Nikulásarkirkjunnar í Hamborg og sá sami kór hélt síðan tónleika uppi í Skálholti á miðvikudagskvöldið. Á fimmtudagskvöldið 25. júní voru svo orgel- og kórtónleikar í Selfosskirkju. Þar voru flutt lög sem Helgi Hálfdánarson hefur þýtt texta við og var hann gestur samkomunnar, sem lauk með kaffiveislu í rúmgóðu safnaðarheimili kirkjunnar. Áföstudags- kvöldið kom Ævar Kjartansson og kynnti Amnesty International, en laugar- ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.