Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 17
hljómlistinni. Sama fólkið hittist ár eftir ár, hverfur síðan heim til sinna anna, en á í vændum nýja tónaviku í Skálholti. Ingibjörg í Fljótstungu orðaði þetta svo: Ég vona að við hittumst öll að ári, aftur verði söngs og gleði notið sálartetrið tryggt gegn kreppu og fári tign og gleði æðsta máttar lotið. Söngmálastjóri hefur jafnan lagt kapp á að fá fræðara eða listamenn til að heimsækja Skálholt meðan á námskeiði stendur og hafa kvöldvökur með þátttakendum. Oratorienkören frá Svíþjóð heimsótti Skálholtog hélt þartón- leika mánudaginn 22. júní. Þriðjudagskvöldið var haldið niður á Eyrarbakka að hlýða á Drengjakór St. Nikulásarkirkjunnar í Hamborg og sá sami kór hélt síðan tónleika uppi í Skálholti á miðvikudagskvöldið. Á fimmtudagskvöldið 25. júní voru svo orgel- og kórtónleikar í Selfosskirkju. Þar voru flutt lög sem Helgi Hálfdánarson hefur þýtt texta við og var hann gestur samkomunnar, sem lauk með kaffiveislu í rúmgóðu safnaðarheimili kirkjunnar. Á föstudags- kvöldið kom Ævar Kjartansson og kynnti Amnesty International, en laugar- Þeir sungu líka í karlakór. ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.