Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 20

Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 20
mane. Hinn þriðji lýsir krossfestingunni. Henni er lýst á mjög sérstak- an hátt. Blarr hefur valið þar kvæðið „Snjór“ eftir ísraelska Ijóðskáldið Pinchas Sade sem gaf út Jesú-ljóðabálk á hebresku 1976. Snjórinn hefur þarna framandi merkingu fyrir okkur íslendinga. í Jerúsalem er snjór tákn skelfingar og ótta, eyðingar náttúrunnar, og Ijóðskáldið leggur áherslu á hlutverk kvennanna, lætur þær einar fylgja frelsaran- um að krossinum. Strax á eftir kemur síðan þýskt Ijóð, requiem, eftir þýskan gyðing, Alfred Kittner, skrifað 1946, en þar minnist hann biturr- ar reynslu sinnar í fangabúðum nasista. Inn í verkið fléttast síðan þýsk sálmalög". ( öndverðu innihéldu þassíur einungis þíslarsöguna sjálfa, sagða með orðum einhvers guðspjallamannsins. Seinna var bætt við fleiri textum, s.s. sálmum og Ijóðum, sem hugleiddu og útskýrðu píslarsöguna og fengu í með- ferð tónskáldanna oft meira vægi en píslarsagan sjálf. í verki Blarrs er píslar- sagan, sögð með orðum guðspjallanna, alveg horfin. Því er hér ekki um passíu að ræða í venjulegum skilningi þess orðs. Það rýrir hins vegar engan veginn gildi verksins. Blarr notar á mjög áhrifamikinn hátt Messíasarspá- dóma úrGamlaTestamentinutil að segjaog undirstrikapíslarsöguna. Þetta, ásamt hinum hebresku nútímaljóðum (allt sungið á hebresku) undirstrikar hið gyðinglega sjónarhorn sem tónskáldið hefur unnið verkið útfrá. Þetta undirstrikast af stefjaefni verksins sem er að töluverðu leyti sótt í forna tónlist- arhefð gyðinga og kristinna manna. Notkun á áðurnefndu Ijóði Kittners, Re- quiem“, vekur hugrenningatengsl með t.d. „War Requiem" eftir Benjamin Britten. Þýsku sálmalögin tengja síðan verkið þeirri kirkjutónlistarhefð sem við m.a. þekkjum í passíum Bachs. Tónleikar Mótettukórsins Mótettukórinn hélt tvenna tónleika á hátíðinni. Hinir fyrri voru í anda hinna hefðbundnu vortónleika kórsins þar sem eingöngu er flutt a-capella tónlist. Hér gaf að heyra nýjar útsetningar á Hallgrímssálmum og mótettur eftir íslensk tónskáld, samdar fyrir kórinn. Það er athyglisvert að heyra gömlu passíusálmalögin notuð, og óskandi að framhald verði þar á svo að sálmarn- ir fái notið sín betur en þeir gera með „nýju lögunum". Mótettukórinn frum- flutti „Ave Maria“ eftir Hjálmar Ragnarsson á vortónleikum sínum árið 1986, og var mjög ánægjulegt að fá að heyra það aftur. Hér er um mjög fallega og athyglisverða mótettu að ræða og gott að vita að hægt sé að syngja þennan Maríutexta í lúterskri kirkju. Á seinni hluta tónleikanna voru sungnar mótettur eftir erlenda höfunda. Brahms og Mendelsohn, þekkja menn vel til, en athygl- isvert var að kynnast fjórum mótettum Aaron Coplands, sem ekki hafa hljóm- 20 ORGANISTABLABIB

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.