Organistablaðið - 01.09.1987, Side 25

Organistablaðið - 01.09.1987, Side 25
Námsstefna um sálmafræði 27.-29. september 1987 Á komandi hausti veröur haldin námsstefna um sálmafræöi fyrir guöfræði- nema, presta og organista. Stefnan verður haldin í Norræna húsinu dagana 28. og 29. september nk.. Að henni standa Guðfræðideild Háskóla íslands, Norræna húsið, Prestafélag íslands, sálmabókarnefnd og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að koma til móts við brýna þörf fyrir kennsluefni um íslenska sálmasögu og að kynna strauma og stefnur í sálmasöng á Norður- löndunum. Efnið er mjög umfangsmikið og ekki að ætla að því verði gerð tæmandi skil á tveimur dögum. Um það verður fjallað í fyrirlestrum fimm íslenskra fyrirlesara og fjögurra norskra, jafnframt kynningu á nýjum sálmum, söng og umræðum. Norsku fyrirlesararnir eru allir þekktir á sviði sálmafræðanna á Norðurlöndum. Svein Ellingsen sálmaskáld og myndlistar- maður og sr. Eyvind Skeie sálmaskáld eiga báðir fjölmarga sálma í nýju sálmabókinni en organistinn og tónskáldiö Trond Kverno mörg sálmalög. All- ir voru þeir mjög virkir í sálmabókarnefndinni sem stóð að norsku bókinni. Námsstefnan er endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi presta. Það er von aðstandenda námsstefnunnar að prestar, organistar og annað áhuga- fólk sjái sér fært að sækja þetta námskeið og verða virkir þátttakendur í „nýj- um söng“. Þátttökutilkynningarsendistfyrir 15. septembertil Guðfræðideild- ar H.Í., Bjarna Sigurðssyni eða Herði Áskelssyni. Dagskrá: Sunnudagskvöldið 27. september: Hallgrímskirkja kl. 17.00: Sálmadagskrá, sameiginlegur kvöldverður þátttakenda og completorium Mánudagur 28. september: Norræna húsið kl.10.00: Fyrirlestur I - Davíðsharpa frumkristninnar, sr. Sigurjón Guðjónsson kl. 11.00: Fyrirlestur II - Kaþólsk helgikvæði, Knut Ödegaard skáld kl. 12.00: Hádegishlé. (hægt er að fá ódýran málsverð í veitingasal Norræna hússins kl. 13.30: Fyrirlestur III - Lútherssálmar á íslandi, sr. Bjarni Sigurðsson dósent kl. 14.30: Fyrirlestur IV - Norska sálmabókin nýja, Svein Ellingsen skáld ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.