Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 27

Organistablaðið - 01.09.1987, Qupperneq 27
Að gefhu tilefni Eftir að hafa lesið greinar um orgel Hvalsneskirkju, Útskálakirkju og Kálfa- tjarnarkirkju er birtust í síðasta organistablaði, langar okkur aö gera athuga- semdir við nokkra hluti sem þar voru gagnrýndir. Hjá fyrirtækinu vinna 10 menn og eru þar ekki framleidd nein „verksmiðju- orgel"! Sérhvert þessara þriggja hljóðfæra er smíðað með útlit kirkjunnar í huga, svo og tekið mið af því rými sem fyrir hendi er á söngloftinu. Þessir hlut- ir voru gerðir í fullu samráði við aðila úr viðkomandi sóknum. Raddaval hljóð- færanna er gert í samráði við Hauk Guðlaugsson, svo og þau mál sem farið er eftir við smíði spilaborðanna og geislaþedalsins. Þess má geta að þetta eru stöðluð mál Sambands þýskra orgelsmiða (BDO). Ef álit greinarhöfundar er annað hvað þetta varðar, hljóta það aö vera hans persónulegu skoðanir sem fram koma og því ekki sanngjarnt af honum að gagnrýna orgelsmiðinn í þessu tilfelli. Við óttumst mest, að grein sem þessi, geti haft þau áhrif að fólk úr viðkomandi sóknum haldi nú að þau hafi keypt mjög léleg hljóðfæri. Þegar velja á orgeli stað uppi á sönglofti, er ekki hægt að fara eingöngu eft- ir því hvar það komi til með að líta best út. ( öllum þessum kirkjum er pláss mjög af skornum skammti. Útskálakirkja og Hvalsneskirkja leyfa t.d. ekki aðra staðsetningu en undir súð, þar sem annars hefði verið þrengt mjög að söngfólki. Ekki var mögulegt að koma fyrir Prinzipal 8’ í nokkru þessara hljóðfæra, þar sem lofthæð og aðrar aöstæður leyfa það ekki. Ein er sú grundvallarspurning, að ef mögulegt væri að ná fram öllum hugs- anlegum hljóðmöguleikum (blæbrigðum) með 7-10 röddum af hverju sé þá verið að smíða hljóðfæri með 20-50 röddum. Það er aö minnsta kosti öruggt, að 7 raddir sem skipt er á tvö hljómborð bjóða uppá meiri möguleika að spila orgelbókmenntir en ef þær væru allar á einu borði. Það er afar eðlilegt að í nýju orgeli koma margir hlutirtil með að breyta sér á fyrsta árinu. Það var því mjög miður, að orgelin skyldu vera skoðuð þegar þau voru rétt búin að standa í tæpt ár og ekki búið að lagfæra þá hluti sem aflagast höfðu. Við erum þess fullvissir að ástand hljóðfæranna verði hið besta um ókomna framtíð. Það væri mjög vel séð, ef greinarhöfundur lýsti því yfir, að hér hafi hann sagt sínar persónulegu skoðanir en að margir aðrir möguleikar séu líka hugsanlegir. Virðingarfyllst, Reinhart Tzschöckel Björgvin Tómasson orgelsmiðir

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.