Organistablaðið - 01.12.1987, Síða 2

Organistablaðið - 01.12.1987, Síða 2
en annars gæti viðkomandi haft frumkvæði sjálfur og unnið á þeim sviðum þar sem hæfileikar hans og áhugamál njóta sín best. En þar sem víða er ekki skilningur á gildi þess að hafa organista í fullri stöðu, er nauðsynlegt að hafa skýrar reglur um útreikning á stöðustærð. í þriðja lagi ber að stefna að því að organistastarfið verði verndað starfs- heiti, þannig að ekki verði aðrir fastráðnir sem organistar en þeir, sem hafa kirkjutónlistarmenntun. Hér er rétt að benda á að sitthvað er kirkjutónlistar- menntun og menntun í orgelleik. Þeir sem starfa sem organistar við kirkjur þurfa auk orgelleiks og kórstjórnar að hafa menntun í hinum sérstöku kirkju- tónlistargreinum, s.s.: litúrgískum orgelleik, sálmafræðum, helgisiðafræð- um, impróvisasjón o.fl. í þessu sambandi væri kannski rétt að taka upp ann- aö starfsheiti eins og t.d. kantor, kirkjutónlistarmaður eða eitthvað álíka. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum, en þau sýna að mikið verk er óunnið á þessu sviði. Vonandi taka þeir sem stjórna málum kirkjunnar vel í óskir okkar um breytingar og endurbætur á málum organista. í bessu sam- bandi þurfum við organistar að efla skilning innan okkar eigin stéttar og ekki síst innan kirkjunnar almennt að við erum fyrst og fremst kirkjulegir starfsmenn. .... ,, Þrostur Eiriksson Gjaldskrá FÍO gildir frá 1.11. 1987 1. Organleikurviðútför kr. 2686 2. Organleikur við útför, meö einleik eða með undirleik með einsöng eða einleik kr. 4029 3. Organleikurviðkistulagningu kr. 2014 4. Gjald fyrir ferðir, ef organleikara er ekkiséðfyrirfari(Rvk. prófastdæmi) kr. 294 5. Organleikurviðhjónavígslu kr. 2686 6. Organleikurviðguðsþjónustur(íforföllum) kr. 5372 7. Organleikurviðhelgistundirásjúkrahúsum kr. 3814 8. Organleikurviðskírn kr. 2014 Annast viðgerðir og stillingar á pípuorgelum og harmóníum. Björgvin Tómasson orgelsmiður Dalatanga 27 - 270 Varmá - Sími 666730 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.