Organistablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 6

Organistablaðið - 01.12.1987, Qupperneq 6
Um pípuorgel og meðferð þeirra Eftir að hafa starfað hér heima í u.þ.b. eitt ár við mitt fag, langar mig að fjalla örlítið um orgel í íslenskum kirkjum, og koma meö nokkrar ábendingar sem komið gætu að gagni. Eitt aðalvandamálið sem við búum við hér á íslandi hvað varðar hljóðfæri almennt, er hve rakastig í híbýlum er yfirleitt í algjöru lágmarki. Það er því miður mjög útbreiddur misskilningur, að þegar þíþuorgel eru komin í kirkjur- nar þurfi hitastigið að vera svo og svo hátt. Meiri hiti þýðir um leið þurrara loft. Áður fyrr þekktist það ekki að kirkjur væru upphitaðar og enn í dag eru hinar stærstu kirkjur erlendis með öllu óupphitaðar. Þarna getur hitastigið farið nið- ur undir frostmark yfir vetrarmánuðina og upp í 15-20 gráður yfir sumartím- ann. Nú vilja kannski margir meina að þetta sé mjög slæmt fyrir orgelin. En þar sem þessar hitabreytingar gerast á mjög löngum tíma eru þær á engan hátt skaðlegar, aðeins er nauðsynlegt að stilla tunguraddirnar af og til. Mjög snöggar hitasveiflur hafa aftur á móti slæm áhrif, svo maður tali nú ekki um langvarandi mikinn hita og þurrt loft. Ákjósanlegast er auðvitað að jafn hiti sé allt árið um kring og að mínu mati ætti hann ekki að fara yfir 19 gráður. En víða eru kirkjurnar eingöngu hitaðar upp fyrir athafnir, og er þá nauð- synlegt að gera það mjög rólega. Æskilegt er að byrjað sé að hita upp a.m.k. einum sólarhring fyrir athöfn, því þá getur maður verið nokkuð viss um, að sama hitastig sé innan í orgelinu og fyrir utan þaö, sem er mjög mikilvægt uppá stillinguna að gera. Einn er sá upphitunarmáti sem er hvað verstur fyrir orgelin, en það er þegar heitu lofti er blásið um kirkjuna. Sérstaklega slæmt er, ef blástursoþin eru mjög nærri orgelinu, t.d. beint undir því eða fyrir ofan það. f þannig tilfelli má búast við að þær píþur sem standa fremst í hljóðfær- inu séu alltaf falskará meðan miðstöðin er í gangi, og einnig í dágóðan tíma eftir að slökkt hefur verið á henni. Svona upphitun orsakar oft mjög þurrt loft, en rakastigið ætti helst ekki að fara niður fyrir 60%. Víðast hvar veröur 60% raka ekki náð nema með sérstöku rakatæki. Á einstöku stað hafa menn verið það forsjálir og sett upp rakatæki um leið og þeir fengu nýtt orgel. Þessi hljóðfæri, hafa þar sem ég þekki til, reynst mjög vel. Ég vil því skora á alla sem eru að hugleiða orgelkaup eða eru nýbúnir að fá orgel, að gera ráð fyrir að sett verði upp rakatæki. Við kaup á svona tæki verður að sjálfsögðu að vanda valið, en frumskilyrði tel ég vera að svona tæki sé alsjálfvirkt. Að gefnu tilefni vil ég vara við litlum rakatækjum sem gefa frá sér raka- stróka. Þessi tæki geta valdið miklum skemmdum á orgelunum ef þau standa mjög nærri þeim, eða eins og dæmi eru um, að þau hafi verið sett innan í org- elin. Það ætti að heyra fortíðinni til að mðaur sjái rifnar trépípur eða sprung- nar vindhlöður og pípustokka sem orsakast af of þurru lofti. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.