Organistablaðið - 01.12.1987, Side 11

Organistablaðið - 01.12.1987, Side 11
Sömuleiðis hefur hann samið mörg lög sjálfur en litlu einu komiö á framfæri vegna þess hve vandvirkur og kröfuharður hann er við sjálfan sig. Jakob kvæntist Unni Tryggvadóttur Kristinssonar, er getið var hér að ofan og eru börn þeirra hjóna þrjú: Nanna Kristín tónlistarkennari, Soffía Guðrún leik- kona og Tryggvi Kristinn fulltrúi hjá Námsgagnastofnun. Gestur Hjörleifsson hefur látið af störfum organista við Dalvíkurkirkju eftir að hafa gegnt því í tæp sextíu ár. Samstarfsmenn hans við kirkjuna kvöddu hann á hvítasunnudag 1987 með ávörpum og gjöfum. Gestur er brautryðj- andi í tónlistarlífi á Dalvík. Hann annaðist undirleik við þöglu myndirnarog tónlistarflutning i söngleikjum, var stjórnandi Karlakórs Dalvíkur um langt skeið. Tónlistarskóli var stofnaður á Dalvík árið 1964 og var hann skólastjóri til ársins 1978. Gestur fæddist 21. nóvember 1908, sonur Hjörleifs Jóhannssonar og Rósu Jóhannsdóttur. Eiginkona hans er Guðrún Kristinsdóttir og börn þeirra: Kristinn, píanóleikari, Lórelei, húsmóðir, Þóra, læknaritari, Álfhildur, hús- móðir, Sigurbjörg, bankastarfsmaðurog Kári, píanókennari. Um nám sitt og aðdragandann að því segir hann: „Séra Stefán Kristinsson kom heim til mín og talaði við föður minn um að ég færi til Siglufjarðar og lærði hjá T ryggva Kristinssyni organista þar og tæki svo viö starfinu þegar ég kæmi heim aftur. Faðir minn var því meðmæltur, en ég bæði hryggur og reiður. Ég var svo sjö vikur fyrir vestan og lauk náminu með því að spila við messu í Siglufjarðarkirkju. Það var einskonar próf. Og þar með var hafið organistastarf mitt í Vallaprestakalli. Nokkru síðar gat ég barið í gegn að fá leyfi, fór til Reykjavíkur og lærði hjá Páli ísólfssyni í þrjá mánuði, en var þá heimtaöur heim og þar með lauk mínu námi. Frá því ég var tólf ára var það fiðlan, sem var mitt hljóðfæri og af því stafaði tregðan að fara til orgelnámsins á Siglufirði. Dansleikirnir voru svo vel við hæfi drengsins." ORG ANISTABLAÐIÐ 1 I

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.