Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 3
Stóri kórinn og strengjasveitin. Aðventutónleikar á Suðumesjum 12. og 13. des. 1987 Söngfólk sunnan Straums tók sig saman um að halda aðventutónleika á 4 stöðum á Suðurnesjum. Þetta varð 110-130 manna hópur og fékk til liðs 12 manna kammersveit úr tónlistarskólunum á svæðinu. Tónleikarnir voru síðan haldnir laugardaginn 12. des. í íþróttahúsinu í Sandgerði kl. 16 og Grindavík- urkirkju kl. 21, en á sunnudaginn kl. 14 í Keflavíkurkirkju og kl. 17 í Ytri-Njarðvík- urkirkju. Tíðindamaður blaðsins kom á tónleikana í Keflavíkurkirkju. Þar ríkti mikil stemning, kirkjan þéttsetin áheyrendum, kórarnir komu inn einn eftir annan og fluttu lögin sín, ýmist án undirleiks eða með píanóundirleik, en síðast söng stóri kórinn við undirleik kammersveitarinnar. Kór Innri-Njarðvíkurkirkju söng fyrst undir stjórn Steinars Guðmundssonar organista þar, þá kom Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju undir stjórn Eiríks Árna Sig- tryggssonar, og síðast Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn organistans, Siguróla Geirssonar. María Guðmundsdóttir söng einsöng með kórnum. Þáflutti sóknar- prestur hugvekju og síðan var almennur söngur. Að loknu smáhléi hófst söngur stóra kórsins, sem byggðist upp á áðurtöldum kórum auk fólks úr Samkór Grindavíkur og kórum Hvalsness, Kálfatjarnar og Útskálakirkna. Auk áðurtalinna stjórnenda komu fram Kári Gestsson, sem stjórnar Samkór Grindavíkur og Frank Herlufsen organisti á Kálfatjörn og Hvalsnesi. Stóri kórinn söng 7 lög og þar á meðal Aðfangadagskvöld jóla eftir Sigvalda Kaldalóns í skemmtilegri útsetningu Siguróla Geirssonar. Tónleikunum lauk svo með lagi G. Fr. Hándel, Lofsyngið Drottni, áheyrendur hurfu ánægðir hver til síns heima en kórfélagar bjuggu sig undir síðustu tónleika helgarinnar, sem voru í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 17. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.