Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 13
Söfnuðurmn og guðsþjónustan Á síöustu árum hefur oröiö mikil endurnýjun í guðsþjónustulífi íslensku kirkjunnar. Nægir í því sambandi aö minna á aö við fengum nýja sálmabók áriö 1972 og nýja handbók áriö 1981. Vænta hefði mátt nokkurrar umræðu innan kirkjunnar í kjölfar útgáfu þessara bóka, en því miður hefur sú ekki orö- ið reyndin. Hvort því veldur áhugaleysi eða eitthvaö annað, skal ekki sagt hér, heldur aöeins bent á mikilvægi helgihaldsins og að því sé sinnt og málefni þess rætt. En hvers vegna er þá guðsþjónustan svo mikilvæg? Þaö er vegna þess aö hún er kjarni lífs kristinnar kirkju og er meginsamkoma safnaöarins jafnframt sem guösþjónustan sýnir og staðfestir hver kirkjan er. í einni hinnafimm játn- inga þjóðkirkjunnar, Ásborgarjátningunni, er kirkjan hreinlega skilgreind „litúrgískt" - út frá guðsþjónustunni: „Kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er kennt hreint og sakramentunum er veitt rétt þjónusta". (Confessio Augustana, 7. grein.) í guðsþjónustunni eiga kristnir menn sam- félag um orð Guðs og borð. Sagt hefur verið að guðsþjónustan sé bæði „sacramentum“ og „sacrifisium". Guð birtist okkur í orði sínu og sakrament- um, en það kallar á andsvar okkar í játningu, lofgjörð og bæn. Guðsþjónust- an er þungamiðjan í starfi okkar kirkjutónlistarmanna. Því er nauðsynlegt að við þekkjum vel uppbyggingu guðsþjónustunnar og sögu hennar. Við þurfum að geta nálgast guðsþjónustuna á „faglegan" hátt svo starf okkar sé unnið í samræmi við inntak og tilgang guðsþjónustunnar. Ýmislegt bendir til að guðsþjónustan muni eiga undir högg að sækja í framtíðinni. Þessa er farið að gæta á ýmsum sviðum í kirkjum nágranna- landa okkar og margt bendir til að þaö sama sé að eiga sér stað hér á landi. Með þessu á ég ekki við minni kirkjusókn eða áhugaleysi almennings fyrir guðsþjónustunni, heldur hvernig við þessu er brugðist. ( íslensku þjóðkirkj- unni hefur í seinni tíð verið lögð mikil áhersla á starf fyrir ýmsa hópa, s.s. aldr- aða, börn, unglinga o.s.frv., og er það í sjálfu sér mjög jákvætt. Það sem aftur á móti er varhugavert, er að þessi starfsemi virkar sem klúbbar eða félög án beinna tengsla við guðsþjónustul íf safnaðarins. Allt starf kirkjunnar hlýtur að beinast að guðsþjónustunni og ganga út frá henni í stað þess að koma í stað- inn fyrir hana. Hér er mikilvægt að við organistar stöndum vörð um guðsþjón- ustuna, því við erum nánast þeir einu í kirkjunni sem höfum hana sem megin verksvið okkar. Prestarnir dreifa kröftum sínum á mörg önnur, út af fyrir sig, mikilvæg málefni, en þar með vill áherslan á mikilvægi guðsþjónustunnar minnka eða jafnvel hverfa. Allt of lítil áherslaer lögðá helgisiðafræði í guðfræðinámi í dag. Guðfræði- námið er fyrst og fremst fræðilegt nám og vill oft brenna við að nývígðir prest- ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.