Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 18
Fundargerð Aðalfundur F.Í.O. var haldinn sunnudaginn 24. september í safnaðarsal Laugarneskirkju og hófst kl. 16.00. Formaður setti fund og óskaði heimildar fundarins til að dreifa aðalfundar- störfum á tvo fundi, þar sem fyrir fundinum lægju mikilsverð mál eins og laga- breytingar. Skyldu því tillögur að þeim breytingum hljóta tvær umræður. Samþykkti fundurinn þessi frávik og var framhaldsaðalfundur ákveðinn 8. október. Tilnefndur var fundarstjóri, Glúmur Gylfason, og stýrði hann fundinum. Þá las ritari félagsins fundargerðir síöasta aðalfundar og félagsfundar frá 21. maí sl. Næst á dagskrá var skýrsla gjaldkera, að ósk hans en hann kvaðst verða að hverfa bráðlega af fundi. Gjaldkeri kvaðst ekki reiðubúinn að leggja fram endurskoðaða reikninga á þessum fundi og greindi frá ástæðum er að baki því lægju. Flann kvaðst leggja reikningana fram endurskoðaða á fyrirhuguð- um framhaldsaðalfundi. Vegna þessa máls kvaddi sér hljóðs Smári Ólason og kvaðst mótmæla þessu kröftuglega og bað um að þau mótmæli yrðu bókuð. Málið var tekið út af dagskrá þannig að reikningar kæmu á næsta fundi, endurskoðaðir. Skýrsla formanns var næst á dagskrá. Hanns agði sem var, að félagsstarf hefði nánast legið niðri í langa hríð, en nú væri vilji fyrir að fara að vinna og vinna vel. Stjórnin hefði haldið 12 stjórnarfundi, hún hefði gengið á fund menntamálaráðherra, auk þess hefðu fulltrúar hennar haldið fund með biskupi, dómprófasti, söngmálastjóra, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur og ýmsum öðrum. Mikið sé leitað til stjórnar af sóknarnefndum og prestum með spurningar er varði kaup og kjör organista. Organistablaðið hefði komið þrisvar út, en formaður taldi á því þörf aö greiða fyrir vinnu þá er færi í blaðið. Hann ræddi um kjarasamning þann sem í gildi er og kvað hann löngu úreltan og komið að endurskoðun hans. Lagaleg staða organistans og verndun starfsheitisins væri mál sem þyrfti að skoða rækilega. Kirkjan sjálf þyrfti að vinna með okkur að því að fá útgefin erindisbréf sem segðu til um hlutverk organista, réttindi þeirra og skyldur. Efla þyrfti samvinnu félagsins og Tón- skóla þjóðkirkjunnar. Menn skyldu vera sér meðvitaðir um mikilvægi þjón- ustu sinnar í kirkjunni. Nokkrar umræður uröu um skýrslu formanns. Þessir tóku til máls: Glúmur Gylfason, Helgi Ólafsson, Pavel Smid, Marteinn H. Friðriksson, Smári Óla- son, ÓlafurSigurjónsson. Varí umræðunumtekiðundirflest þaðerformaður sagði í skýrslu sinni. Formaður lauk þessum umræðum og varaði menn við 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.