Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 22
11. gr. Séu gerðir heildarkjarasamningar skv. 3. gr. fyrir kirkjuorganleikara, hafa allir fullgildir félagsmenn, sem eru í föstu kirkjulegu starfi, atkvæðisrétt um samþykki þeirra eða uþþsögn. Séu gerðir kjarasamningar við einstaka aðila um störf félagsmanna eins og t.d. við eitt prófastsdæmi, skuli þeir einir hafa atkvæðisrétt um samþykkt þeirra eða uppsögn, sem eru fullgildir félagar í föstu starfi hjá viðkomandi aðilum. Stjórn félagsins skal starfa sem kjörstjórn í öllum atkvæðagreiðslum um kjarasamninga. Atkvæði skulu greiðast bréf- lega. 12. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess % greiddra at- kvæða. Tillagna að lagabreytingum skal getið í aðalfundarboði. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en 1. ágúst. 14. gr. Við samþykkt þessara laga skulu félagsmenn ekki missa nein áður áunnin réttindi. 15. gr. Verði félagið lagt niður, skal tillaga um það hafa komið fram á tveim lögleg- um aðalfundum með árs millibili. Ráöstafanir á eignum félagsins skulu ákveðnar á sinni fundinum. Tillögur þar að lútandi skulu fylgja með fundarboði. Kjaramál Marteinn H. Friðriksson sagði frá því að kjaranefnd hefði komist aö þeirri niðurstöðu að meta þyrfti störf í einstökum kirkjum og meta menntun organ- ista til launa. Hann taldi þörf á uppsögn kjarasamninga í janúar n.k. Smári Ólason taldi rétt að segja samningi strax upp einhliða. Um þetta málefni tjáðu sig: Þröstur, Marteinn, Helgi, Guðmundur Gilsson og Kristján Sigtryggsson. Þröstur Eiríksson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Framhaldsaðalfundur F.f.O. haldinn í Bústaðakirkju 8. október 1989 veitir stjórn félagsins heimild til að segja upp gildandi kjarasamningi. Stjórnin hafi forystu um mótun kjarastefnu og kynni hana á almennum félagsfundi". Var tillagan samþykkt samhljóða. Reiknlngar Þar sem á skorti nokkrar uþplýsingar til þess aö endurskoðandi gæti sam- þykkt reikningana, lagði Smári Ólason fram eftirfarandi tillögu: „Þar sem endurskoðendur félagsins hafa ekki samþykkt reikninga þess, felur aðal- fundur þeim að kanna reikningana nánar. Stjórn félagsins kynni félagsmönn- um niðurstöður þeirra". Tillaga þessi var samþykkt sem lausn afgreiðslu þessa dagskrárliðar. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.