Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 23

Organistablaðið - 01.01.1989, Blaðsíða 23
Ákvörðun félagsgjalda Félagsgjald var ákveðið, ákveðin upphæð skyldi vera út yfirstandandi ár, en eftir áramót skal það vera hlutfallstala af launum og greiðast af sóknar- nefndum. Stjórnarkjör Tillaga kom fram frá Smára Ólasyni að allar kosningar skyldu vera skrifleg- ar. Marteinn H. Friðriksson sem hafði orð fyrir uppstillingarnefnd lagði til að skriflegri kosningu yrði sleppt ef ekki kæmu fram fleiri uppástungur. Var sú til- laga samþykkt með 9 atkvæðum á móti 1. Næstu stjórn skipa: Formaður: Þröstur Eiríksson, ritari: Kjartan Sigurjónsson, gjaldkeri: Kristín Jóhannes- dóttir. Meðstjórnendur: HörðurÁskelsson og Björn Sólbergsson. Varamenn: Helgi Bragason og Marteinn H. Friðriksson. Endurskoðendur: Smári Ólason og Orthulf Prunner. Önnur mál Smári Ólason lagði fram ályktunartillögu að deildaskiptingu, var hún sam- þykkt og vísað til stjórnar. Helgi Bragason ræddi um aðild að Tónlistarbanda- lagi (slands og spurðist fyrir um organistablaðið og blaðnefnd. Kjartan Sigur- jónsson lagði fram tillögu fráfarandi stjórnar um að kjósa Sigurð ísólfsson heiðursfélaga og var hún samþykkt samhljóða. Marteinn H. Friðriksson þakkaði starfshóp um lagabreytingar fyrir vel unnin störf. Einar Sigurðsson lagði fram fyrirspurn um organistanámskeið og hvort samstarf væri milli fé- lagsins og þeirrar starfsemi, en það taldi hann æskilegt. Kristján Sigtryggsson lagði fram fyrirspurn til söngmálastjóra hvort ástæða sé til að halda félags- fund í tengslum viðorganistanámskeið. Settursöngmálastjóri GlúmurGylfa- son kvaðst því sammála. Guðmundur Gilsson lýsti ánægju sinni með þessa fyrirspurn. Ánægjulegt væri að fara í Skálholt. Hann þakkaði samveruna á fundinum og sagðist nú sjá margan gamlan draum rætast. Helgi Bragason velti því fyrir sér hvort ráðlegt væri að félagið stæði við bakið á söngmála- stjóraembættinu með því að skrifa fjárveitingavaldinu bréf til að herja út auknar fjárveitingar. Glúmur Gylfason skoraði á stjórn að gera eitthvað til að þrýsta á. Smári Ólason spurðist fyrir um norrænt kirkjutónlistarmót 1990. Þröstur Eiríksson kvaðst hafa sótt um að fresta því til 1991. Formaður flutti síðan þakkir f.h. nýkjörinnar stjórnar. Fleira ekki gert, fundi slitið. Kjartan Sigurjónsson, ritari. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.