Organistablaðið - 01.04.1991, Síða 1

Organistablaðið - 01.04.1991, Síða 1
ORGANISTABLAÐIÐ Framtilnýrradáða. Nýlega var gengið frá kjarasamningi milli Reykjavíkurprófasts- dæmis og F.Í.O. og hafa þeir þegar tekið gildi. Þessi samningur markar að minni hyggju tímamót og er stórt skref í átt til betri kjara. Augu við- semjenda okkar hafa opnast fyrir því, hve mikið starf við innum af hendi og nú skal reynt að meta þau til launa. Svigrúm safnaðanna einkum hinna fjölmennustu hefur einnig aukist mjög vegna aukinna tekna. Samningurinn er birtur hér í blaðinu í heild og hvet ég félags- menn til að kynna sér hann vel og leggja hann til grundvallar samning- um sínum við sóknarnefndir. Þarna kennir margra nýmæla sem aldrei hafa áður verið í samningum okkar. Ég nefni hreinar línur um sumarleyfi og um lífeyrissjóð. Ég kallaði saman norræna kirkjutónlistarráðið, sem hittist í Kaupmannahöfn 28. janúar s.l. Þar var ákveðið að norræna kirkjutón- listarmótið skyldi næst haldið hér á landi dagan 18.-21. júní 1991. Þar með er teningnum kastað og nú ríður á að standa sig. Til þess höfum við reyndar alla burði, vilji og starf er allt sem þarf. Félagið hefur í þessu augnamiði ráðið starfsmann vegna undir- búnings mótsins. Erla Elín Hansdóttir kennari hefur tekið það að sér og er hún þegar komin á fulla ferð. Flún sótti fundinn í Kaupmannahöfn með mér og verður betur sagt frá honum í næsta blaði. Ég vona að nú sé vor í lofti hjá félaginu og það hafi í dvala undangenginna síðustu ára getað safnað kröftum til nýrra átaka. Besta afmælisgjöfin sem félagið getur gefið sér í fertugs- afmælisgjöf er öflugt og frjótt starf. Kjartan Sigurjónsson.

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.