Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 10
AöalfundurF.I.O.1990 Haldinn í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 26. september kl. 20.00 1. Formaour, Kjartan Sigurjónsson, bauö fundarmenn velkomna og flutti skýrslu sína. Hann byrjaöi á því aö skýra frá þeirri breytingu sem varö er fyrrum formaöur, Þröstur Eiríksson, flutti af landi brott, og aö ritari tók viö formensku til þessa aöalfundar. a) Hann sagði frá uppsögn kjarasamninga og núverandi stööu samningaumleitana. í gangi eru viðræour á milli F.Í.O. og fjárhagsnefndar Reykjavíkurprófastsdæmis. Einn fundur hefur veriö haldinn meö kjaranefnd F.Í.O og fjárhagsnefnd, en áour heföi kjaranefndin skipuö þeim Kjartani Sigurjónssyni, Kristjáni Sigtryggssyni og Marteini H. Friörikssyni, undirbúiö drög aö samningi, sem eru um margt nýstárleg og hafa verio kynnt félögum í Reykjavíkurprófastsdæmis. Formaður rifjaði upp helstu atriði téðra samningadraga. b) Haldnir voru tveir félagsfundir í Hallgrímskirkju og í Skálholti. Stjórnin hélt átta fundi. c) Formaður sagði frá töfum á útgáfu Organistablaðsins og að nú yrði ný ritnefnd kjörin sem vonandi verður farsæl í störfum. d) Norræna kirkjutónlistarmótið verður haldið á íslandi 1992. Formaður skýrði frá þeirri skoðun stjórnar að rétt skuli að ráða starfskraft til að annast umsjón undirbúnings. e) Það kom einnig fram að á næsta ári (1991), eru 40 ár liðin frá stofnun F.Í.O. Það gefur tilefni til einhverskonar hátíðahalda. 2) Gjaldkeri, Kristín Jóhannesdóttir, lagöi fram reikninga og kynnti niðurstöður. Rekstrarhagnaður kr. 11.468,75 3) Ritari gerði málefni blaðsins að umræðuefni, nýja möguleika til útgáfu í Ijósi bætts fjárhags o.fl. Glúmur Gylfason benti á þá 10ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.