Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 11
möguleika aö fá erlenda orgelsmiöi til aö auglýsa í blaöinu og góöa reynslu af því frá fyrri árum. Fundurinn lýsti ánægju sinni meö forystugrein í nýútkomnu tbl. Organistablaðsins. Smári Ólason lagði til aö reikningshald félagsins yröi tölvuunnið, sem myndi létta störf félagskjörinna endurskoöenda. Jakob Hallgrímsson ræddi möguleika þess aö reka F.Í.O. sem stéttarfélag, hann taldi aö vegna smæöar félagsins væri ekki unnt aö halda því gangandi. Reikningarmr samþykktir einróma. 4) Stjórnarkjör. Kjör formanns: Tillaga kom fram um Kjartan Sigurjónsson og var hann kjörinn meö öllum greiddum atkvæöum. Meðstjórnandi: Réttkjörinn meöstjórnandi er Helgi Bragason. Varamaöur: Réttkjörinn varamaður í stjórn er Gróa Hreinsdóttir. Sjálfkjörnir eru Kristín Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Höröur Ás- kelsson, ritari, Björn Steinar Sólbergsson, meöstjórnandi og Marteinn H. Friöriksson, varamaöur. 5) Önnur mál. Nýkjörinn formaður, Kjartan Sigurjónsson, þakkaöi stuöninginn og hét því aö reyna af mætti aö halda uppi merki félagsins. Smári Ólason ræddi stéttarfélagsmálin, hann taldi þaö styrk organista sem stéttar aö halda félaginu gangandi þrátt fyrir smæö þess, í staö þess aö vera angi af stóru stéttarfélagi. Formaöur las upp bréf frá heiðursfélaga, Siguröi ísólfssyni, þar sem hann þakkar heiðurinn, sem honum hefur hlotnast af hálfu félagsins. Jón Ólafur Sigurðsson lagöi til aö sækja skyldi um styrk til kirkju- ráös vegna rekstrar F.Í.O. Hann kom á framfæri leiðréttingu vegna raddskipunar orgels Akraneskirkju o.fl. í nýjasta hefti Organistablaðsins. Jakob Hallgrímsson ræddi rekstur stéttarfélags F.Í.O. og nauð- syn þess aö hafa starfsmann í fastri stööu, sem svarar til um launamál, ráöningar o.fl. Höröur Áskelsson hóf umræöur um framtíð blaösins og geröi ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.