Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 17
* Nefndin hefur valiö 9 biblíulega inngöngusálma (introitusa) fyrir öll tímabil kirkjuársins sem Jón Stefánsson hefur tekiö saman og birtir þá í heftinu til kynningar. Auk þess eru einnig birtir 4 introitusar eftir Egil Hovland og einn eftir Róbert A. Ottósson. * í sálmaheftinu eru birtir fjórir sálmar á táknmáli fyrir heyrnarlausa, sem sr. Miyako Þórðarson hefur valiö, og vonar nefndin aö þetta veröi fyrsta skref í frekari sálmaútgáfu af þessu tagi. * Nefndinni bárust fjölmargar ábendingar um sálma og sálmalög sem innilega er þakkaö fyrir. Margir þeirra sálma eru í heftinu en aörir eru enn í athugun. Allar ábendingar og sálmar sem nefndinni hafa borist geymast aö sjálfsögöu í gögnum nefndarinnar til frekari skoöunar síðar. * í heftinu er nokkuð ítarleg skrá yfir íslenska sem erlenda höfunda sálma og sálmalaga. * Nefndin lét kanna tilvísanir um sálma fyrir hvern helgidag og komst aö raun um aö nauðsynlegt er aö endurskoða þær. Nefndin telur aö ítarlegar ábendingar um sálma fyrir hvern helgidag veröi til mikils hagræðis fyrir þá sem annast helgihald og muni auka fjölda þeirra sálma sem sungnir veröa. Því fól nefndin sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni aö taka saman ábendingar um þrjá sálma fyrir hvern helgidag, inngöngusálm, guöspjallssálm og lokasálm. Einnig tók hann saman tillögur og ábendingar um sálma til aö syngja eftir pistil og eftir predikun svo og á sérstökum dögum og viö sérstök tilefni. Á þessar ábendingar ber aö líta sem upphaf stærra verkefnis. í tengslum viö þessar tillögur eru einnig birtar skrár um lagboða o.fl. sem aö gagni geta komið viö val á sálmum og sálmalögum. Er engin vafi á aö mikill fengur er aö þessum tillögum. * Sálmasöngsbók (kóralhefti) veröur gefin út samhliöa sálmaheftinu. Viö sum sálmalögin eru fleiri en ein útsetning. Sálmur (textinn) er allur birtur viö hliö útsetningar til augljóss hagræöis fyrir organista. í kóral- heftinu veröur einnig að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar. Þröstur Eiríksson orgelleikari skrifaöi inn á tölvu allar nótur í sálmaheftinu sem og í kóralheftinu. ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.