Organistablaðið - 01.04.1991, Síða 21

Organistablaðið - 01.04.1991, Síða 21
voru þau Gilljan Haworth Ross, Charles Ross og David A. Rosecoe, en Gilljan og Charles eru organistar á Reyðarfiröi og Eskifirði. David er frá Preston í Englandi, en það er ævafornt nafn yfir “Prestabæ” (Priest- town). Tónleikar þessir tókust með miklum ágætum og var gerður mjög góður rómur að þessu. Ágúst Ármann Þorláksson, söngmálafulltrúi. Fréttir úr Kjalanesprófastsdæmi Grindavík: Aðventutónleikar voru í Grindavíkurkirkju þann 9. desember s.l. Þar sungu Kór Grindavíkurkirkju ásamt barnakór kirkjunnar. Frank Herlúfsen og Siguróli Geirsson léku saman á píanó og fagott. Fermingarbörn fluttu helgileik með ívafi safnaðarsöngs, húsfyllir var á hátíðinni. Kórar kirkjunnar stefna að kirkjutónleikum með vorinu. Organisti Grindavíkurkirkju er Siguróli Geirsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Aðventukvöld var 9. desember. Þar var kórsöngur, einsöngur og ein- leikur. Við kirkjuna er starfandi barnakór og hann söng við messu 16. desember. Tónleikar eru áætlaðir á föstunni. Víðistaðakirkja: Organisti Úlrik Ólason. Aðventutónleikar voru 1. sunnudag í aðventu s.l. Kór Víðistaðakirkju söng ásamt barnakór, einnig var einsöngur og hljóðfæraleikur. Kór Víðistaðakirkju áætlar för til Danmerkur í vinabæjarheimsókn í maí 1991. Mosfellsprestakall: Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Að- ventutónleikar voru 9. des. Tónlistarflutning önnuðust Kirkjukórinn ásamt barnakór og hljóðfæraleikurum. Nýtt 9 radda orgel er væntalegt í Lágafellskirkju í lok næsta árs frá Björgvin Tómassyni orgelsmið í Mosfellsbæ. Brautarholtskirkja: Organisti Páll Helgason. Aðventutónleikar í Fólksvangi 9. desember 1990. Þar söng kirkjukórinn ásamt barnakór o.fl. Ytri-Njarvíkurkirkja: Organisti Gróa Hreinsdóttir. Aðventutónleikar voru 1. sunnudag í aðentu. Kirkjukórinn og barnakór kirkjunnar sungu með aðstoð hljóðfæraleikara. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.