Organistablaðið - 01.04.1991, Page 22

Organistablaðið - 01.04.1991, Page 22
Fyrirhugað er að kaupa nýtt 15 radda pípuorgel í kirkjuna. Verið er að leita tilboða í þá smíði. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju stefnir að tónleikum með vorinu. Garðakirkja: Organisti Ferenc Utassi. Tónleikar voru 23. desember 1990. Þar komu fram Kór Garðakirkju ásamt Skólakór Garðabæjar. Sönghópurinn Hljómeyki sem ráðinn var að kirkjunni á s.l. ári, sagði upp samningum við kirkjuna og upp úr því var Kór Garðakirkju endurstofnaður og starfar sem slíkur. 1. júní n.k. syngur kórinn á kirkju- listarhátíð í Hallgrímskirkju og fer síðan í heimsókn til Austfjarða í sumar. Garðakirkja er að kaupa nýtt 4 radda æfingarorgel frá Aquincum í Búdapest. Hafnarfjarðarkirkja: Organisti Helgi Bragason. Kór Hafnarfjarðar- kirkju hélt aðventutónleika 16. desember s.l. og flutti tónlist eftir Paul Esterhási. Flutti kórinn 7 þætti úr „Harmonía Coelestis”. Framundan eru Mozart tónleikar 28. apríl. Þar flytur kórinn Messu nr. 14 í C dúr KV 317, „Krýningarmessuna” fyrir kór einsöngvara og hljómsveit, einnig mótettur eftir Mozart. Keflavíkurkirkja: Organisti Einar Örn Einarsson. Aðventutónleikar voru 16. desember s.l. Þar komu fram, Kór Keflavíkurkirkju ásamt einsöngvurum, barnakór og hljóðfæraleikurum. Innri-Njarðvíkurkirkja: Organisti Steinar Guðmundsson. Aðventu- kvöld var 1. sunnudag í aðventu með þáttöku kórs kirkjunnar o.fl. Kálfatjarnarkirkja: Organisti Frank Herlufsen. Aðventutónleikar voru. 9. desember. Fram komu kór kirkjunnar og barnakór. Fyrirhuguð er heimsókn í Dalasýslu með vorinu. Landakirkja í Vestamannaeyjum: Organisti Guðmundur H. Guöjónsson. Á síðasta ári hélt Kór Landakirkju tvo kaffikonserta í hinu nýja safnaðarheimili Landakirkju. Þar söng kórinn m.a. Vestmanna- eyjalög eftir Oddgeir Kristjánsson. Einnig hélt kórinn jólatónleika í desember s.l. aö venju, einsöngvarar voru Anna Júlíana Sveinsdóttir sópran og Geir Jón Þórisson baryton. Flutt voru aðventu og jólalög. Organisti Landakirkju Guðmudur H. Guðjónsson dvelur nú erlendis í sex mánaöa námsleyfi og gegnir Ingeborg Kistemás störfum organ- ista við kirkjuna á meðan. (Uppl.: Séra Kjartan Ö. Sigurbjörnsson). Haldinn verður kórdagur kirkjukóra í Kjalnesprófastsdæmi 2. mars 1991, með þáttöku flestra kirkjukóra prófastsdæmisins. Tónleikarnir 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.