Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 23
veröa í Víöistaöakirkju og hefjast kl. 17.00. Þar flytja kórarnir sam-
eiginlega 7 verk eftir ýmsa höfunda og einnig munu nokkrir kórar flytja
sjálfstæöa dagskrá. Kórdagurinn hefst kl. 09.00 um morguninn meö
samæfingum og endar meö sameiginlegum kvöldveröi og skemmtun
um kvöldið.
Organistaskipti í Kjalanesprófastsdæmi:
Grindavíkurkirkja: Siguróli Geirsson tók viö starfi organista þann
1. september 1990 af Svavari Árnasyni. Víðistaöakirkja: Úlrik
Ólason gegnir nú starfi organista í ársleyfi Kristínar Jóhannesdóttur.
Garöakirkja: Ferenc Utassi gegnir nú starfi organista í ársleyfi Þrastar
Eiríkssonar. Keflavíkurkirkja: Einar Örn Einarsson tók viö starfi
organista þann 1. september s.l. af Erni Falkner, sem nú gegnir starfi
organista í Skálholtsprestakalli í Árnessýslu. Hvalsnes- og
Útskálakirkjur: Anna Guömundsdóttir lét af störfum um s.l. áramót
og viö tók Svavar Sigurösson.
Fleira ekki títt úr prófastdæminu aö þessu sinni.
Siguróli Geirsson, söngmálafulltrúi.
Fréttir úr Borgarfjarðarprófastsdæmi
Akranes: Tónlistarlíf viö Akraneskirkju hefur veriö mjög blómlegt í
vetur. Viö guösþjónustu í september 1990 fluttu Guörún Ellertsdóttir
sópran, Unnur Arnardóttir alt, Indriöi Valdimarsson tenór og Kristján
Elís Jónasson bariton, kafla úr kantötum BWV 78 og 140 eftir J. S.
Bach, og organisti kirkjunnar lék þætti úr Þartítunni yfir sálmalagiö "Sei
gegrusset Jesu gútig" BWV 768. 7. október flutti Kirkjukór Akraness
biblíumótettu eftir Melchior Franck. 1. sunnud. í nóvember flutti
kirkjukórinn ásamt Guörúnu Ellertsdóttur sópran og hljómsveit litla
messu eftir J. Haydn "Kleine orgelmesse" í B dúr. 18. nóember. var
tónlistin helguö minningu Césars Franck, Organistinn lék "Þastorale"
og skipti verkinu í þrjá kafla (sem forspil, eftir ræöu og eftirspil), undir
útdeilingu söng Laufey Helga Geirsdóttir sópran, "Þanis angelicus" úr
ORGANISTABLAÐIÐ 23