Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 25
björg Þorsteinsdóttir. Tónleikar þessir eru til minningar um kórfélaga, Friöjón Sveinbjörnsson sparisjóðsstjóra, sem lést s.l. haust. Organisti og söngstjóri Borgarneskirkju er Jón Þ. Björnsson. í Hvanneyrarkirkju var í desember s.l. afhent minningargjöf, Ijósakross, til minningar um fyrrum organista kirkjunnar, Jón Ólaf Guömundsson, sem lést fyrir aldur fram í maí 1985. Haldin var sérstök guðsþjónusta af þessu tilefni, sóknarpresturinn séra Agnes M. Siguröardóttir þjónaöi fyrir altari, séra Ólafur Jens Sigurðsson fyrr- verandi sóknarprestur prédikaði og vígði Ijósakrossinn. Kirkjukórinn söng undir stjórn organistans Hannesar Baldurssonar, Sigurður Pétur Bragason óperusöngvari söng við undirleik Jóns Ól. Sígurðssonar. Á aðventunni var haldið sameiginlegt aðventukvöld allra sókna í Hvanneyrarprestakalli og var það haldið í félagsheimilinu Brún í Bæjar- sveit. Þar sungu Kirkjukór Hvanneyrar og Kór Bæjarkirkju undir stjórn Hannesar Baldurssonar við undirleik Péturs Jónssonar, organista Bæjarkirkju. Einnig söng Barnakór Andakílsskóla undir stjórn Hannesar. Ólafur Flosason óbóleikari lék einleik á óbó við undirleik Péturs. Börn fluttu helgileik. Saurbæjarprestakall: Á. s.l. ári voru kórar Hallgrímskirkju í Saurbæ og Leirárkirkju sameinaðir og heitir kórinn nú Kirkjukór Leirár og Saur- bæjarsókna og sér hann um söng við athafnir í báðum þessum kirkjum. Við Innra-Hólmskirkju starfar einnig kirkjukór og æfir hvor kór einu sinni í viku. Aðventukvöld var haldið í Hallgrímskirkju. Þar söng kirkjukórinn undir stjórn organistans, Kristjönu Höskuldsdóttur, einnig söng Barna- kór Heiðarskóla, söngstjóri er Ragna Kristmundsdóttir sópran- söngkona, sem einnig söng einsöng. í Innra-Hólmskirkju var aðventukvöld 9. desember. Þar söng kirkjukórinn ásamt barnakór úr sókninni undir stjórn organistans Krist- jönu Höskuldsdóttur, einsöngvari var Laufey Helga Geirsdóttir sópran. Sunnudaginn 16. desember s.l. var Leirárkirkja tekin í notkun á ný eftir gagngera breytingu, þar sem m.a. öll teppi voru fjarlægð úr kirkj- unni. Við þessa messu þjónaði sóknarpresturinn séra Jón Einarsson prófastur, kór kirkjunnar söng undir stjórn organistans, Kristjönu Höskuldsdóttur, Melaleiti. Björgvin Tómasson orgelsmiður í Mosfellsbæ er nú að smíða nýtt 6 radda pípuorgel fyrir Leirárkirkju sem væntanlegt er með vorinu. ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.