Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 27
Fréttapistill frá kór Stykkishólmskirkju:
Árið 1989-90 var mikiö starf unniö hjá kórunm undir stjórn Ronalds
Turner. Sungiö var á 3 tónleikum í Grundarfjarðarkirkju og Breiöabliki
um haustiö og svo jólin út á þrettándanum í Stykkishólmskirkju á
smíðastigi.
Kórinn söng við athöfn í Baldri, Breiðafjarðarferjunni þegar hún var
blessuð, lagði til söng á M-hátíð á Vesturlandi um vorið og söng við
blessun nýrrar íþróttahallar í Stykkishólmi s.l. haust. Kórinn flutti ýmis
verk meir en hálfa stund fyrir athöfnina og einnig samsöng meðan
altarisgangan fór fram undir stjórn Ronalds Turner við undirleik Friðriks
V. Stefánssonar í Grundarfirði á orgel og Snæbjörns Jónssonar og
Daða Þórs Einarssonar á trompet og Jennýar Steinarsdóttur á flautu.
Sigríður B. Kolbeins, söngmálafulltrúi.
Fréttir úr Skagafjaröarprófastsdæmi
Hóladómkirkja: Sunnudaginn 9. sept. 1990 voru tónleikar í
Hóladómkirkju. Flytjendur voru þau Helga Baldursdóttir sópran,
Sigurdríf Jónatansdóttir mezzósópran, Hlíf ísaksdóttir þverflautuleikari
og Rögnvaldur Valbergsson orgelleikari.
Sungin voru verkin Domine Deus, eftir Vivaldi: Ave verum corpus, eftir
W.A. Mozart: Panis angelicus, eftir C. Franck: einnig verk eftir F.
Schubert og Beethoven. Flaututónlist eftir Telemann, Loeillet, o.fl.
Orgelverk eftir J.S: Bach, Boellmann, Lefebure Wely o. fl.
Sauðárkróksirkja: í desember endurvígði Herra Ólafur Skúlason
biskup, kirkjuna eftir stækkun og breytingar. Einnig var vígt nýtt orgel,
er það Allan digital rafmagnshljóðfæri. Við vígsluna söng ung
söngkona, Svana Berglind Karlsdóttir, Ave María, eftir Fr. Schubert.
Um kvöldið var síðan aðventukvöld og var þar fjölbreyttur tónlistar-
flutningur. Sunnudaginn 30 des. 1990 hélt organisti kirkjunnar,
Rögnvaldur Valbergsson, orgeltónleika. Lék hann verk eftir J.S. Bach,
Buxtehude, Widor, C. Franck og Lefebure Wely.
Framundan er Sæluvika og í tilefni hennar verða kirkjukvöld í
Sauðárkrókskirkju 8. og 9. apríl 1991 og verður þar fjölbreytt tónlistar-
dagskrá og verður hluti hennar helgaður Eyþóri Stefánssyni, tónskáldi
sem verður 90 ára á þessu ári.
Rögnvaldur Valbergsson, söngmálafulltrúi.
ORGANISTABLAÐIÐ 27