Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 28
Kirkjulistavikaá Akureyri
Áriö 1959 var aö frumkvæði Herra Péturs Sigurgeirssonar, biskups,
sem þá var sóknarprestur við Akureyrarkirkju haldin Kirkjuvika í Akur-
eyrarkirkju. Þær hafa síöan verið haldnar annað hvert ár. Áriö 1989 var
haldin Kirkjulistavika að frumkvæði Björns Steinars Sólbergssonar.
Ákveðið var að halda kirkjulistavikur annað hvert ár á móti kirkjuvikum.
Dagskrá Kirkjulistaviku 1991:
Sunnudagur 21. apríl:
Kl. 11.00: Fjölskyldumessa. Helgileikur skólabarna. Kl. 14.00:
Hátíöarsetning og opnuð myndlistarsýning í safnaðarheimilinu. Kl.
17.00: Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands. M.a. flutt Sinfónía nr. 3
eftir Camille Saint Saéns fyrir sinfóníuhljómsveit og orgel. Einleikari
Björn Steinar Sólbergsson. Einnig flutt nýtt verk eftir Jón Nordal.
Mánudagur 22. apríl:
Vesper í Akureyrarkirkju kl. 18.00.
Þriöjudagur 23. apríl:
Hringborðsumræður: Tengsl hinna ýmsu greina lista við kirkju og
guðfræði. Fyrirlesarar: Sr. Kristján Valur Ingólfsson, sr. Þórhallur Hösk-
uldsson, Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld, Signý Pálsdóttir leikhús-
stjóri og Eiríkur Þorláksson listfræðingur.
23. , 24. og 26. apríl:
Orgeltónleikar Björns Steinars Sólbergssonar og orgelnemenda
Tónlistarskóla Akureyrar kl. 12.00 - 13.00. Ritningarlestur. Súpa og
brauð á eftir.
24., 25. og 26. apríl:
Leikfélag Akureyrar sýnir leikrit Björgvins Guðmundssonar „Skrúðs-
bóndinn" í leikgerð Jóns Stefáns Kristjánssonar kl. 21.00 (samstarf
Leikfélags Akureyrar og Akureyrarkirkju).
Föstudagur 26. apríl:
Vesper í Akureyrarkirkju kl. 18.00.
Laugardagur 27. apríl:
Ljóðatónleikar í safnaðarheimilinu kl. 17.00. Margrét Bóasdóttir sópran
og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari (í samstarfi meö Tónlistarfélagi
Akureyrar). Frumflutt veröa þrjú Ijóö eftir Jónas Tómasson, sem samin
voru sérstaklega fyrir Kirkjulistavikuna.
Sunnudagur 28. apríl kl. 14.00:
Hátíðarmessa í Akureyrarkirkju. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup
predikar. Kór Akureyrarkirkju, einsöngvarar og félagar úr Kammersveit
Akureyrar flyrja „Missa Brevis" í C-dúr KV 259 („Orgelmessan") eftir W.
A. Mozart. Stjórnandi er Björn Steinar Sólbergsson.
28 ORGANISTABLAÐIÐ