Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 29

Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 29
SYNGIÐ, LEIKIÐ, LOFIÐ DROTTIN Ný bók fyrir barnakóra. Söngmálastjóri hefur gefiö út nýja bók meö 5 sálmalögum raddsettum fyrir barnakór. Bókin er 25 blaðsíður í A4 broti. Guðmundur Eiríksson frá Selfossi raddsetti öll lögin. Er það hluti af cand. ped. prófi í tónlist sem hann lýkur frá Kennaraháskóla Danmerkur. Leiðbeinandi hans í þessum hluta námsins var John Hoybye. Textar voru fengnir úr fórum Sálmabókarnefndar. Lögin eru sitt úr hverri áttinni, en eiga það sameiginlegt að vera aðgengileg börnum og finnast ekki í hefð- bundnum sálmasöngsbókum íslenskum. Raddsetningarnar eru einfaldar og miðaðar við þarfir barnakóranna sem nú eru að spretta upp við kirkjurnar. Þannig má syngja allt niður í einraddað það sem skrifað er fyrir þrjár raddir, enda fylgir undirleikur öllum lögunum. Undirleikur er fyrir orgel eða píanó og flautur. Blandaður kór getur verið með í einu tilviki. Sveinn Eyþórsson og Eyþór Þorláksson settu bókina, sem er ríkulega skreytt teikningum eftir Rut Magnúsdóttur organista á Eyrabakka. Bókin er til sölu hjá Söngmálastjóra og kostar 350 krónur. Nokkuð hefur verið unnið að næstu barnakórabók sem einnig verður sniðin að þörfum barnakóranna fyrir einfalt efni með undirleik. Líkur eru á að útkoma hennar bíði þess að takist að selja upp í kostnað við þá bók sem nú er að koma út. Leiöréttingar: í síöasta tölublaöi Organistablaðsins voru nokkur atriði sem þarf að leiö- rétta: Á blaösíðu 3 eru taldir upp ýmisir þeir aöilar sem tóku þátt í samsöng á Suðurnesjunum, en þar féll niður nafn Gróu Hreinsdóttur organista sem eins af söngstjórunum. Á blaðsíðu 7 misritaöist nafn félaga okkar Sigurðar ísólfssonar undir mynd. Á baksíöu færðist til skilgreining á nokkrum röddum þannig að radd- irnarnr. 23 Dulcian16'og nr. 24 Kajmmhorn 8'svo og Tremulant sem eiga aö vera í III. boröi, Svellverki, falla undir fótspilið. Raddir í fótspili byrja á nr. 25 Subbass 16'. ORGANISTABLAÐIÐ 29

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.