Organistablaðið - 01.04.1991, Blaðsíða 29
SYNGIÐ, LEIKIÐ, LOFIÐ DROTTIN
Nýbókfyrirbarnakóra.
Söngmálastjóri hefur gefiö út nýja bók meö 5 sálmalögum raddsettum
fyrir barnakór. Bókin er 25 blaösíður í A4 broti. Guömundur Eiríksson
frá Selfossi raddsetti öll lögin. Er þaö hluti af cand. ped. prófi í tónlist
sem hann lýkur frá Kennaraháskóla Danmerkur. Leiöbeinandi hans í
þessum hluta námsins var John Hoybye. Textar voru fengnir úr fórum
Sálmabókarnefndar. Lögin eru sitt úr hverri áttinni, en eiga þaö
sameiginlegt aö vera aögengileg börnum og finnast ekki í hefö-
bundnum sálmasöngsbókum íslenskum. Raddsetningarnar eru
einfaldar og miöaöar viö þarfir barnakóranna sem nú eru aö spretta upp
viö kirkjurnar. Þannig má syngja allt niöur í einraddaö þaö sem skrifaö er
fyrir þrjár raddir, enda fylgir undirleikur ölium lögunum.
Undirleikur er fyrir orgel eöa píanó og flautur. Blandaöur kór getur veriö
meö í einu tilviki.
Sveinn Eyþórsson og Eyþór Þorláksson settu bókina, sem er ríkulega
skreytt teikningum eftir Rut Magnúsdóttur organista á Eyrabakka.
Bókin er til sölu hjá Söngmálastjóra og kostar 350 krónur.
Nokkuö hefur veriö unniö aö næstu barnakórabók sem einnig veröur
sniöin aö þörfum bamakóranna fyrir einfalt efni meö undirleik. Líkur eru
á aö útkoma hennar bíöi þess aö takist að selja upp í kostnað við þá
bók sem nú er að koma út.
Leiöréttingar:
í síöasta tölublaði Organistablaðsins voru nokkur atriði sem þarf að leiö-
rétta:
Á blaðsíðu 3 eru taldir upp ýmisir þeir aðilar sem tóku þátt í samsöng á
Suöurnesjunum, en þar féll niöur nafn Gróu Hreinsdóttur organista
sem eins af söngstjórunum.
Á blaðsíðu 7 misritaðist nafn félaga okkar Siguröar ísólfssonar undir
mynd.
Á baksíðu færðist til skilgreining á nokkrum röddum þannig að radd-
irnarnr. 23 Dulcian16'og nr. 24 Krummhorn8'svoogTremulant sem
eiga að vera í III. borði, Svellverki, falla undir fótspiliö. Raddir í fótspili
byrja á nr. 25 Subbass 16'.
ORGANISTABLAÐIÐ 29