Organistablaðið - 01.04.1991, Síða 30

Organistablaðið - 01.04.1991, Síða 30
Nýr íslenskur hljómdiskur meö orgelleik Síðastliðið haust kom út hljómdiskur þar sem Pavel Smid organleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík leikur á orgel Fríkirkjunnar. Orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík var smíðað árið 1926 og er sögulega merkilegasta orgel landsins. Orgelið er smíðað af Wilhelm Sauer orgelsmiðjunni í Frankfurt an der Oder. Orgelið var smíðað í háróman- tískum stíl og raddaval gerði Dr. Páll ísólfsson eftir fyrirmynd Reger orgelsins í Tómasarkirkjunni í Leipzig, þar sem Páll lærði og lék á undir handleiðslu Dr. Straube. Orgelhreyfingin svo kölluð svo og seinni heimstyrjöldin útrýmdu að mestu þessari tegund hljóðfæra. Því er það merkilegt að á íslandi skuli fyrirfinnast eitt slíkt hljóðfæri. Árið 1985 var ákveðið að gera orgelið upp í upprunalegri mynd, með nokkrum breytingum. Loftstýring var látin víkja fyrir rafstýringu, nokkrum nýjum röddum bætt við til þess að gefa hljóðfærinu birtu og fleiri möguleika varðandi túlkun orgelverka sem ekki eru rómantísk. Viðgerðin var framkvæmd af þýska orgelsmiðnum Reinart Tzschöckel. Pavel R. Smid lærði orgelleik hjá Prófessor Dr. Jiri Reinberger við Tónlistarháskólann í Prag. Samtímis var hann í námi hjá Próf. Zuzana Ruzickova sem kenndi semballeik við sama skóla. Að námi loknu starfaði Pavel sem prófessor við Konservatoríið í Prag. Hann hefur tekið þátt í alþjóðlegum orgelkeppnum og hefur hlotið mörg verðlaun. Pavel kom til íslands árið 1975 og hefur starfað sem tónlistarkennari hér á landi síðan. Pavel hefur verið organleikari við Fríkirkjuna í Reykjavík frá árinu 1983 og tók hann þar við af Sigurði ísólfssyni, sem áður hafði tekið við starfinu af bróður sínum Dr. Páli ísólfssyni áriðl 939. Pavel er því þriðji organistinn sem annast þetta sérstaka hljóðfæri. Pavel hefur einnig starfað sem konsertorganisti og hefur haldið marga tónleika víða um heim, svo sem í Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Sovétríkjunum, Vestur-Þýskalandi, Austurríki, íslandi, Kanada og Bandaríkjunum, auk þess hefur hann leikið inn á margar upptökur fyrir íslenska útvarpið og útvarp í Tékkóslóvakíu. 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.