Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 1
ORGANISTABIAMI) September 1991 22. árg. Fjörutíu ára afmæli Organistafélagsins. í júnímánuði síðastliðnum voru liðin 40 ár frá stofnun félagsins. Þegar þetta er ritað hefur ekki tekist að hafa uppá fyrstu fundargerðabókinni og er hér með lýst eftir henni. Ég hef haft samband við nokkra stofnfélaga og reynt að kynna mér bernskuskeið félagsins, aðdraganda og stofnun þess. Fyrsti formaður félagsins var dr. Páll ísólfsson. Mér er sjálfum í fersku minni ávarp sem dr. Páll flutti í útvarpi til þess að vekja athygli á stofnun félagsins á vordögum 1951. Fjórir áratugir teljast víst ekki langur tími í sögu félagsskapar, en vissu- lega gefa þessi tímamót tilefni til að líta um öxl. Eins og verða vill hefur á ýmsu gengið með félagsstarfið það hefur oft verið blómlegt en stundum hefur það einnig nánast legið niðri um hríð. í árdaga gekkst félagið fyrir tónleikaröð í kirkjum höfuðstaðarins undir nafn- inu: „Musica sacra“ sem þótti lofsvert framtak á þeim tíma. Snemma hóf félag- ið samstarf við sambærileg félög á Norðurlöndum og gerðist aðili að norrænum kirkjutónlistarmótum en þetta samstarf hefur orðið félaginu mjög til góðs. Þá er getið þess framtaks að halda úti málgagni félagsins, Organistablaðinu, en útgáfa þess hefur kostað ómælda elju og fórnfýsi sem seint verður fullþökkuð. Stjórn félagsins áformar að minnast afmælisins á verðugan hátt og er það mál komið á framkvæmdastig og verður tilkynnt nánar um það í sér- stöku fréttabréfi á næstunni. Við þessi tímamót skulu öllum þeim fjölmörgu félagsmönnum og velunn- urum, sem á einn eða annan hátt hafa unnið félaginu gagn, færðar alúðar- þakkir. Kjartan Sigurjónsson.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.