Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 15
Fréttir frá Sumartónleikum í Skálholti: Þetta er 17. starfsár Sumartónleikanna. Tónleikahelgar eru fimm, frá byrjun júlí framm í miðjan ágúst, en tónleikar alls 18. Megin viðfangsefni tónleikanna er barokktónlist sem flutt er á upprunaleg hljóðfæri, og ný tónl- ist aðallega íslensk, er þá oft um frumflutning kirkjulegra verka að ræða. Tónleikar eru kl. 15.00 og 17.00 á laugardögum og kl. 15.00 á sunnu- dögum. Messað er kl. 17.00 á sunnudögum í Skálholtskirkju og eru þættir úr tónleikaskrám fluttir í messunni. Aðgangur er ókeypis að tónleikunum. Dagskrá: Fyrsta helgi: 6. og 7. júlí: Félagar úr Musica Antiqua Köln futtu verk frá 17. og 18. öld á upprunaleg hljóðfæri. Önnur helgi: 13. og 14. júlí: Dagskrá með einleiks- og kammerverkum Karólínu Eiríksdóttur og ein- leikstónleikar Kolbeins Bjarnasonarflautuleikara. Frumflutningur verka eftir Karólínu og Þorstein Hauksson. Þriðja helgi: 27. og 28. júlí: Bachsveitin í Skálholti og kammerkór fluttu verk eftir Mozart og Bach. Konsertmeistari: Ann Wallström. Stjórnandi kammerkórs: Hilmar Örn Agn- arsson. Fjórða helgi: 3., 4. og 5. ágúst. Bachsveitin í Skálholti flutti Brandenborgarkonserta nr. 3, 4 og 5 eftir Bach. Einleikarar: Camilla Söderberg og Ragnheiður Haraldsdóttir á blokkflautur, Kolbeinn Bjarnason á barokkflautu, Ann Wallström á barokk- fiðlu og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Einleikstónleikar á orgel: Prófessor Róse Kirn frá Hamborg, lék verk frá 18. öld. Trúarlegar sónötur eftir H.J.F. Biber. Einleikari: Ann Wallström. Fimmta helgi: 10. og 11. ágúst: Dagskrá með söng- og orgelverkum eftir John Speight. M.a. frumflutt verk fyrir kór og orgel þar sem tónskáldið sækir efnivið sinn í glugga Skál- holtskirkju. Flytjendur: Sönghópurinn Hljómeyki, Úlrik Ólason organisti og Anna Magnúsdóttir, semballeikari. Stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju er Helga Ingólfsdóttir. ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.