Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 17
Fréttir af Kirkjulistahátíð í Reykjavík 1991. Laugardaginn 18. maí til laugardagsins 1. júní var haldin Kirkjulistahátíö í Reykjavíkurprófstsdæmum. Dagskrá: Laugardagur 18. maí: Kl. 14.00: - Hallgrímskirkja: Setning listahátíöar '91. Mótettukór Hall- grímskirkju. Dómkórinn, Kór Langholtskirkju og Cammerata Vocale frá Freiburg sungu. Frumflutt var hátíðarljóð eftir Matthías Jóhannessen. Kl. 17.00. - Laugarneskirkja: Mozarttónleikar. Flutt voru verkin Vesper- ae Solennes de Confessore KV 339 og Te Deum KV 141. Flytjendur: Sigríöur Gröndal sópran, Dúfa Einarsdóttir alt, Þorgeir Andrésson tenór og Halldór Vilhelmsson bassi, kammersveit og Kór Laugarneskirkju. Konsert- meistari: Hlíf Sigurjónsdóttir. Stjórnandir: Ronald Turner. Sunnudagur 19. maí. Kl. 11.00: - Langholtskirkja: Hátíöarguðsþjónusta. Flutt Messa í d- moll KV 65, eftir W.A. Mozart. Flytjendur: Þóra Einarsdóttir sópran, Björk Jónsdóttir alt, Björn Jónsson tenór og Ragnar Davíðsson bassi, hljóöfæra- leikarar og Kór Langholtskirkju. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Kl. 11.00: - Neskirkja: Hátíðarguösþjónusta. Flutt Messa í G-dúr KV 49 eftir W.A. Mozart. Flytjendur: Ingveldur Ólafsdóttir sópran, Stefanía Valg- eirsdóttir alt, Einar Örn Einarsson tenór og Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Stjórnandi: Guöni Þ. Guömundsson. Mánudagur 20. maí. Kl. 11.00 - Hallgrímskirkja: Hátíöarguösþjónusta. Flutt Messa í G-dúr KV 49 eftir W.A. Mozart. Flytjendur þeir sömu og í Neskirkju 19. maí. Kl. 17.00 - Langholtskirkja: Tónleikar verölaunakórsins Camerata Vocale frá Freiburg undir stjórn Winfried Toll. Kórinn flutti verk eftir Mend- elssohn, J.S. Bach, Schönberg, Gesualdo, Paulenc, Bruckner, Rhein- berger og Reger. Kl. 20.00 - Bústaðakirkja: Orgeltónleikar. Breski konsertorganistinn Nicolas Kynaston lék verk eftir Mozart, Frank Bridge, J.S. Bach, Marcel Dupré og Max Reger. Miðvikudagur 22. maí. Kl. 20.00 - Dómkirkjan: Orgeltónleikar. Nicolas Kynaston lék verk eftir Mozart, J.S.Bach, John Bull, William Boyce, Marcel Dupré og Edward Elgar. ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.