Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 28. maí. Kl. 20.00 - Hallgrímskirkja: Málstofa um kristna trú og bókmenntir. Meöal málshefjenda voru prófessor Þórir Kr. Þóröarson og Árni Bergmann ritstjóri. Föstudagur 31. maí. Kl. 20.00 - Hallgrímskirkja: Samsöngur þriggja kóra undir stjórn Ferenc Utassy og Björns Steinars Sólbergssonar. Háskólakórinn, Kór Garðakirkju og Kór Akureyrarkirkju. Laugardagur 1. júní. Kl. 17.00 - Seltjarnarneskirkja: Frank Martin tónleikar. Flytjendur: Unn- ur María Ingólfsdóttir fiöla, Kammersveit Reykjavíkur, Uwe Eschner gítar og mótettukór Hallgrímskirkju. Flutt voru verkin Polyptique fyrir einleiks- fiölu og tvær strengjasveitir (1973), einleiksverk fyrir gítar (1933) og Messa fyrir tvo kóra án undirleiks (1926). Konsertmeistari var Rut Ing- ólfsdóttir, Stjórnendur: Jean Pierre Moeckli og Höröur Áskelsson. Leiklestur og Ijóðaflutningur. Tvær leiklestrardagskrár og ein Ijóöadagskrá voru fluttar í kirkjum og safnaðarheimilum í Reykjavíkurprófastdæmum eystra og vestra meðan á Kirkjulistahátíö ’ 91 stóö. Kristnihald undir Jökli, leiklestur úr samnefndri bók Halldórs Laxness. Flytjendur: Gísli Halldórsson og Þorsteinn Gunnars- son. Myndir úr Fjallkirkjunni, leiklestur úr bók Gunnars Gunnarssonar. Flytjendur: Helga Bachmann og Helgi Skúlason. Undir sumarsól, Ijóöa- dagskrá í samantekt Siguröar Valgeirssonar. Flytjendur: Matthías Jóhann- essen og Ingibjörg Haraldsdóttir. Pétur Jónasson gítarleikari lék meö. Sýning og fyrirlestur í Dómkirkjunni. Dómkirkjan efndi til yfirlitssýningar á verkum Sigrúnar Jónsdóttur en verk hennar prýöa fjölmargar kirkjur landsins. Sýningin var haldin í Safnaðar- heimili Dómkirkjunnar. Sunnudaginn 26. maí kl. 17.00 flutti sænski listfræðingurinn Elisabeth Stengárd fyrirlestur meö litskyggnum í Dómkirkjunni. Erindiö nefndi hún Kriststúlkanir í samtímalist (Kristustolkningar i nutidakonst). Arkitektúr og kirkjulist. í tilefni af Kirkjulistahátíö ’ 91 efndu hátíðin og Arkitektafélag íslands til sýningar í fordyri Hallgrímskirkju og í Ásmundarsal, Freyjugötu 41. Hún nefndist Form og frumvinna - skapandi samstarf listamanna og arkitekta í kirkjum landsins. ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.