Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 25
Um sálmalög og sálmasöng Eftir Séra Stefán Thorarensen (1831-1892) (Þessi grein er endurprentun á greinum sem birtust í mánaöarritinu Kirkjublaðiö I. árg. 1891, 5. & 6. tbl. og II. árg. 1. & 2. tbl. 1892. Þykir ritnefnd organistablaðsins aö hún sé vel þess virði að endurprentast nú 100 árum síðar, því hún á, því miður, að mörgu leyti við enn þann dag í dag. Orðalag séra Stefáns hefur verið látiö halda sér svo og stafsetning, en neðanmálsgreinar sem eru í Kirkjublaðinu neðst á hverri blaðsíðu eru hér dregnar saman í lok hvors greinarhelm- ings.) (Athugasemd séra Stefáns við upphaf greinarinnar: „Þótt jeg viti vel, hversu lítt fær jeg er um það, að rita um þetta mikils umvarðandi efni, sem er ekki annara meðfæri en þeirra, er hafa margfalt meiri þekkingu og vit á því, en jeg hefi, þá þótti mjer viðurhlutamikið að skorast undan því, ef það kynni að geta orðið til einhvers góðs, og þótt ekki væri til annars, en þess, að vekja athygli manna á kirkjusöng vorum''). Þegar talað er um sálmalög eða sálmasöngsbækur, þá verður því jafnan líkt háttað og þegar talað er um sálma eða sálmabækur. Sálmabækur hafa ekki einungis sálma að geyma í hinum forna skilningi orðsins, heldur einnig það, sem forfeður vorir mundu, ef til vill, hafa sett í flokk með andlegum söngvísum, þótt oss mundi nú reyndar ekki geðjast að slíku nafni fyrir þá. — Þetta er eðlilegt og hlýtur svo að vera, með því að sumir kaflar hverrar sálmabókar lúta að ýmsum þeim tækifærum eða tíma- mótum, sem eiga eitthvað skylt við hið söngvísulega, enda eru sálmabæk- ur ekki eingöngu ætlaðar guðsþjónustu í kirkjum, heldur einnig í heima- húsum. En auk þess eru þess nóg dæmin (hvervetna að kalla má erlend- is), að inn í hinar nýrri lútersku sálmabækur hafa drjúgum slæðst, — ekki sálmar, og ekki andlegar söngvísur eða því líkt, heldur margar aðrar vísur , að vísu fullfallegar og skáldlegar, en ósamboönar nokkurri lúterskri kirkju, óhæfar til nokkurrar sannrar guðsþjónustu. Allt eins er því nú varið með lögin . Þau verða að veljast eptir sálmunum. Sum þeirra þurfa að vera sálmalög í hinum gamla góða skilningi, en sum samkvæm þeim sálmum, sem eru það reyndar ekki í þessum stranga, tak- markaða skilningi; en það verða þau þó öll aö hafa til ágætis sjer, að þau í anda og sannleika sjeu kristileg lög, hafi í innsta eðli sínu á sér sannan guðræknis- og trúarblæ . — En hvað á þá að gjöra við hinar óhæfu sálm- abókarvísur? Auðvitað, að velja þeim lög, sem eru af sama anda og þær. Og hver er afleiðingin? Sú, að sálma, með bragarhætti þeirra, hafa menn leiðst til að syngja einnig undir þessum ósálmslegu lögum, og þessi ný- breytni hefur meðal annars ekki átt hvað minnstan þátt í því, að aflaga hinn kirkjulega smekk manna og draga inn í kirkjusönginn æ fleiri og fleiri lög, sem aldrei hefðu átt að heyrast í Drottins húsi. Fyrirmynd allra sálmalaga eru hin elztu kirkjulög. Sumum þeirra er enn ekki búið að úthýsa, en þrautalaust eru þau þó ekki til vor komin undan hin- um margbreyttu árásum og illri meðferð, er þau hafa þolað á leiðinni, enda bera þau sum illar menjar þess. — ( íslenzku kirkjunni hafa þau mjög týnt tölunni. Sálmaskáldin hafa ýmist ekki kunnað þau, eða kunnað að meta þau rjett, eða þau hafa heyrt þau svo afskræmd, að þeim hefir þótt þau ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.