Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 28

Organistablaðið - 01.09.1991, Blaðsíða 28
kalla gjörskemmt smekkinn fyrir hinu háleita, skrautlausa og tilgjöröarlausa í einfeldninni, og þar sem Fr. Bollens talar um ástandiö í katólsku kirkjunni þýzku, segir hann: Þessi veraldlegu lög viö andlega texta, þetta ósamkynja hjárænusamband eykst óðum og margfaldast um allt Þýzkaland eins og skæö landfarsótt, og sem dæmi þess, hversu þessi landfarsótt sé orðin víöförul, getur Berggreen þess, að í Þýzkalandi, í borginni Mainz, hafi eigi alls fyrir löngu verið haft austurríkst hergöngulag viö Faðir-vor-sálm, — í Frakklandi sje sumstaðar viö sálminn Lauda Síon Salvatorem ( á Krists lík- amahátíð) (SB 1972 nr. 229 innskot JÓS) haft kampavínsvísu-lagiö úr Don Juan og við Veni, sancte spiritus lagið Vi binde dig en Jomfrukrands (úr Jægerbruden), — í Englandi sé orðin sálmalög austurríkski þjóðsöng- urinn: Gott erhalte Franz den Kaiser og Mozarts-lagið: In deinen Arm zu weilen (úr Títus). Meðal dæmanna, sem Berggreen telur um lög, höfð við guðsþjónustu í Danmörku , skal að eins getið nokkurra þeirra, er hjer munu kunnust: Duftende Enge og kornrige Vange, Dannevang med grönne Bred, (úr Ludlams Hule), Vort Födeland var altid rigt, Lad den skrantende Magister, Skære, skære Havre, Der boede en Konge i Leire, Hvor Bölgen larmer höit mod sky, Skjönne Minka, Æren byder, Stolten Edderkop sidder paa Tue (úr Lulu), Je teente paa Kjölsta ifjor, Stusle Söndagskvelden. Herr Peder kasted Runer over Spange, (úr Svend Dyrings Huus). Sjerstaklega má, að því er dönsku kirkjuna snertir, minna á lögin, sem Grundtvigsflokk- urinn (den glade Kristendom) notar í kirkjum sínum, og er hörmulegt til þess að vita, að straumar sálmasöngsspillingarinnar skuli hjer á Norður- löndum helzt velta yfir kirkjurnar úr þessari átt. Því að þessi aflagaði sálmasöngs-smekkur er líka hættulegur fyrir oss, sem að þessu leyti, sem svo mörgu öðru, erum orðnir því svo vanir, að dependera af þeim dönsku og því voðalega hættulegri er hann hjer, sem minni er djúpsett þekking og dómlegt glöggsæi fyrir hjá oss, en öðrum, og alls engum á að skipa, er fær sje um að hafa þá umsjón með kirkjusöngn- um, sem áreiðanleg sje. (Framh.) 1) Thomas Laub: Luthersk Kirkesang. Foredrag i Roskilde Præsterkonvent. Kh. 1891. 2) I formála fyrir: Schatz d. evang. Kirchenges. im ersten Jahrh. der Refomation I. 3) Der deutsche Choralgesang der katholischen Kirche. Tiibingen 1851 4) Þetta ágæta Mozart-lag minnir mig á annað jafn ágætt, en líka fullt eins óþolanda kirkju- söngslag eptir sama snilling, við sálminn: »l dag er glatt í döprum hjörtum«. - Hvað mun hlífa því, ef kristin kirkja fer nó ekki líka að syngja sálma undir laginu við »Menuetten« af »Don Juan«, annað en það, að sambraga, » þægilega« sálma vantar enn. (Þeir sem annars vilja gjöra sér ein- hverja hugmynd um það hversu Mozart sjálfur hugsaði sér kirkjulag, athugi lag hans við: »Ave, ave verum corpus, natum«. Jeg nefni það til af því, að margir eiga Berggreens »Melodi er til skolebrug«, en það er þar nr. 25, í 6. hefti.) 5) Þar sem vitnað er til Berggreens í ritgjörð þessari, og annars er ekki getið, er tilvitnunin tekin úr áður nefndu riti hans »Om Menighedssangen«. 28 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.