Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 1
ORGANISTABLAÐIÐ Litið um öxl á afmælisári Afmælisdagur F.f.O. cr jafnan hátíðisdagur. Svo vill nefnilega til að stofndag fé- lagsins ber upp á sjálfan Þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þennan dag árið 1951 var félagið stofnað og fyrsta stjórnin kjörin og vildi svo til að allir hétu stjórnarmeðlimirnir sama nafni nefnilega Páll. Ekki er ætlunin að rekja sögu félagsins hér nú, þótt það verkefni væri verðugt og áhugavert en hyggja þarf að því með tímanum. Með því að fundargcrðabókin sem ég lýsti eftir í síðasta blaði er komin fram, ætti hún að létta slíka sagnritun. Eins og fram kom á aðalfundinum 15. september s.l. hefur félagið eflst mjög undanfarin misseri og mátti það svo sannarlega. Ég tel kjarasamninginn sem við náð- um við Reykjavíkurprófastsdæmi marka tímamót í sögu organistastéttarinnar á ís- landi og vera þá mestu viðurkenningu scm störf okkar hafa til þessa fengið. En vandi fylgir vegsemd hverri, við megum aldrei láta það á okkur sannast að við stöndum ckki undir þeim kröfum sem til okkar eru gerðar. í lok októbermánaðar kom norræna dómncfndin saman og gekk frá dagskrá norræna kirkjutónlistarmótsins sem haldið vcrður á okkar vegum dagana 18.-21. júní 1992. Það er því ljóst á þessari stundu hvað kemur í okkar hlut af flutningi tónverka á þcssu tónlistarmóti. Ég hef áður drepið á það að vcrt væri að minnast afmælis félagsins á eftirminnileg- an hátt. Nú standa yfir viðræður við Ríkisútvarpið um þætti í dagskránni þar sem ljósi sc varpað á starf organistans, hljóðfæri þau sem til eru í landinu og upptökur með sem flestum okkar. Úr þessu yrði þó varla fyrr en í byrjun næsta árs. Á síðasta aðalfundi kom fram tillaga um að efna til ráðstefnu með prestum og organistum um tónlistarflutning við hjónavígslur í því augnamiði að marka cinhverja stefnu um slíkan flutning. Þykir mönnum sem komið sé í hið mesta óefni í þessum málum og nauðsyn beri til að kveða á um hvað er viðeigandi og hvað ekki. Ég komst að því nýlcga að helgisiðanefnd þjóðkirkjunnar hefur einnig slík áform, og munum við í samstarfi við téða nefnd efna til ráðstefnu í janúar á næsta ári. Að því verki verður að standa vel og drengilega þannig að það leiði til niðurstöðu sem farið verði eftir. Ef út úr þessu kæmu hreinar línur í stað glundroða væri tilganginum náð. Vafa- laust kemur tónlist við útfarir inn í þessa mynd og er það vissulega einnig þarft. Við þetta bindum við okkar vonir nú. Kjartan Sigurjónsson.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.