Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 2
Fundargerð aðalfundar F.Í.O. 1991 Aðalfundur F.Í.O var haldinn 15. septcmber 1991 í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Formaöur, Kjartan Sigurjónsson setti fund og minntist þriggja félaga, þeirra Gunnlaugs Gunnlaugssonar, Sigurðar Ágústssonar og Karls Sighvatssonar. Þá var Jón Ólafur Sigurðsson tilnefndur fundarstjóri og Helgi Bragason fundarrit- ari. Fundargerð síðasta aðalfundar var borin upp og hún samþykkt. Þá flutti formaður skýrslu sína. Drap hann þar á nýgerða kjarasamninga og taldi að framkvæmd þeirra hefði gengið vel. Þá fjallaði formaður um undirbúning norræna kirkjutónlistarmótsins, sem vera á hér á næsta ári. Erla Elín Hansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mótsins. Mótið verður 18. - 21. júní árið 1992. Formaður nefndi þátttöku félagsins í tveimur námskeiðum, í Háteigskirkju og Selfosskirkju. Þá nefndi hann að Organistablaðið hefur komið tvisvar úr á árinu. Kjartan sagði að gleðilegt væri að fyrsta fundargerðarbók félagsins væri fundin. Formaður sagði frá stjórnarfundum á árinu. Formaður talaði um að slæmt væri hversu erfitt væri að ná til félaga úti á landi og taldi að bæta mætti. Formaður þakkaði stjórn félagsins og öðru samstarfsfólki. Næst var skýrsla gjaldkera Kristínar Jóhanncsdóttur. Lagði hún fram reikninga félagsins. Fundarstjóri bar síðan upp reikningana og voru þeir samþykktir sam- hljóða. Jón Ólafur Sigurðsson gcrði sérstaklega grcin fyrir reikningum organistablaðsins og öðru starfi blaðnefndar á árinu, en blaðið kom tvisvar út. Þá var orðið laust um áðurncfndar skýrslur. Nokkrar umræður urðu um blaðið og komu fram hugmyndir um, notkun á greinum úr crlendum tímaritum. Hörður Áskelsson ræddi um mikilvægi þess að fjalla um tónleika, kynna þá í blaðinu. Margar góðar ábendingar og hugmyndir um efni í blaðið komu fram. Ekki urðu fleiri umræður um skýrslu stjórnar. Næst var gengið til kosninga. Samkvæmt lögum áttu Kristín Jóhannesdóttir, Hörð- ur Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson að ganga úr stjórn. Marteinn Friðriksson stakk upp á því að sömu menn yrðu kjörnir í stjórn. Formaður studdi þá tillögu. Voru þau endurkosin með handauppréttingu. Kosning endurskoðenda. Kosnir voru Orthulf Prunner og Anna Ingólfsdóttir. Kosning blaðncfndar. Kosnir voru Jón Ólafur Sigurðsson, Orthulf Prunner og Gróa Hreinsdóttir. Kosning varastjórnar. Marteinn var kosinn samhljóða mcð handaupplyftingu. Næst tók framkvæmdastjóri Norræna kirkjutónlistarmótsins Erla Elín Hansdóttir til máls og skýrði frá gangi undirbúningsins. Ljóst er að mótið verður viðamikið og að vanda þarf til undirbúnings. Dómnefnd hefur þegar valið íslensk verk til flutnings á mótinu. Hörður Áskelsson sagði að því miður hafi tiltölulega fá kirkjutónlistarverk verið samin nýlega og því miður væri lítið gert af því, að panta ný verk frá íslcnskum tónskáldum. Önnur mál. Hörður Áskelsson nefndi að mögulegt væri að fá blaðamenn til liðs við blaðnefnd til að létta undir með henni. Marteinn H. Friðriksson tók til máls og benti á að mörg ný og góð hljóðfæri væru komin og hvatti til samstöðu um að sækja tónlcika. Kjartan Sigurjónsson lagði fram tillögu um að Jakob Tryggvason yrði kjörin heið- ursfélagi félagsins. Var hún einróma samþykkt. Ákvörðun félagsgjalda. Samþykkt var samhljóða að hafa þau óbreytt. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.