Organistablaðið - 01.12.1991, Page 3

Organistablaðið - 01.12.1991, Page 3
Haukur Guðlaugsson benti á að sanngjarnt væri að blaðnefnd fengi greitt fyrir sína vinnu. Einnig talaði Haukur urn að það þyrfti að dreifa öllum árgöngum blaðsins til bókasafna og kirkna. Jón Ólafur sagði að árgangarnir væru til og að hann tæki við pöntunum. Bent var á að sækja um styrk fyrir blaðið úr Kristnisjóði og jöfnunarsjóði. Ræddu menn utn hugmyndir um hvernig hvetja mætti til aðsóknar á Norræna kirkjutónlistarmótið. Hörður lagði til að boðað yrði til félagsfundar um norræna kirkjutónlistarmótið strax eftir 15. október. Marteinn benti á að næsti vetur er ár söngsins. Formaður þakkaði fundarsetu og héldu félagsmenn til kvöldverðar í Viðey. Fundi slitið kl. 18.45. Helgi Bragason fundarritari Organistablaðið - málgagn - tengiliður. Organistar landsins lesa væntanlega allir organistablaðið. En afar fáir láta „heyra í sér“ í blaðinu. Þeim er fastlega innanbrjósts eins og mér, að þykja þeir ekki vera í þeim sporum að skrifa í blaðið, fyrr en kosnir í blaðncfnd. En nú deili ég með ykkur, til að byrja með einni hugmynd og vonast til að þið leggið eitthvað til. Ég held að mjög ntargir organistar séu að grúska í erlendum nótum meira eða ntinna, því allt of lítið hefur verið samið á íslandi af kirkjutónlist fyrir „venjulega meðal-Jóna“ á undanförnum árum. Oft finna menn verkefni sem væru hentug til flutnings af þeirra kórum, en yfirleitt vantar texta á móðurmálinu til þess að flytja verkið í guðsþjónustu eða á tónleikum. ÉG veit að margir hafa á að skipa ágætum textahöfundum, en þannig er ekki fariö hjá öllum. En hvernig væri að koma nú þess- um verkum á framfæri, svo aðrir mættu njóta þeirra: Er hægt að taka upp þátt í þessu blaði, sem héti til dæmis: Skiptumst á! þar sem ég til dæmis birti upplýsingar um verk sem ég hef rekist á og fundið texta við, einhver ykkar héldi svo að Itann gæri notað þetta og hefði þá samband við mig. Alveg eins gæti ég þá seð upplýsingar um verk, sem ég hefði lengi haft augastað á og nú væri einhver búinn að fá textann þýddan eða umsaminn og gæti ég þá haft samband við viðkomandi og fengið nánari upplýsingar. Ég er hér auðvitað bara að tala um minni vcrkefni, því auðvitað flytjum við stór kirkjuverk á tungumáli höfunda eða á latínu. En minni mótettur eða góð sálmalög í aðgengilegum útsetningum er það sem okkur vantar, sem höfum ekki stórum kórurn á að skipa í kirkjum. Þetta gildir líka fyrir þá organista sem hafa starfandi barnakóra við kirkjur. Þeir sem voru á organistanámskciðinu í Skálholti haustið 1990, þegar viðfangsefnið var stofnun barnakóra, hafa kannski notað eitthvað af efninu sem John var nteð, fengið það þýtt, eða notað hugmyndir hans við útsetningar á barnasálmum. Ég hef t.d. sett milliraddirnar sem hann kenndi okkur við nokkra sálma úr Lífi og leik og er tilbúin að gefa eintök þcim sem áhuga hafa. En vinsamlega látið vita kæru organistar, ef þið lumið á auðveldum útsetningum af sálmum fyrir kórana og leyfið hverjir öðrum að njóta þeirrar vinnu sem þið hafið lagt í undirbúning. Það væri sorglegt til þess að vita, að við værum mörg að vinna nánast sömu hlutina, hvert í sínum landshluta. Eflunt samvinnuna! ÉG ríð hér á vaðið og bið ykkur að hafa nú santband rnegi ég geta að- stoðað. Gróa Hreinsdóttir, Ytri-Njarðvíkurkirkju. ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.