Organistablaðið - 01.12.1991, Side 5

Organistablaðið - 01.12.1991, Side 5
málarinn Claude Monet. Við skoðuðum hús hans myndarlegt og garðinn sem hann gerði frægan með myndunum af vatnaliljunum og japönsku brúnni. 9. júní. Sunnudagur. - Sótt messa í L‘ Eglise Saint Eustache sem er svipmikil kirkja í grískum stíl, byggð á 16. öld. Páll ísólfsson stundaði nám hjá organista kirkjunnar frá hausti 1924 til vors 1925. Organisti við messuna var Jean Paul Imbert og flutti hann m.a. tónlist eftir Pál (Maríuvers og Víst ertu Jesús), Vidor, Lizt og Elgar og er messan einkar minnisstæð fyrir hans framlag. Uppistaða athafnarinnar var mcssa eftir William Byrd. Síðan var Pompidou - Menningarmiðstöðin skoðuð. Eigi er að undra þótt hús þetta sé umdeilt svo rækilega sem það stingur í stúf við umhverfið og hugmyndir manna um hús fyfirleitt. Nýlistasafnið er mjög yfirgripsmikið og forvitnilegt en þar stóð undirritaður stutt við og hélt ásamt fáeinum félögum til kirkju heilags Lúðvíks sem er á eyjunni í Signu. Þar hlýddum við á Requiem eftir Gabriel Faure og fleiri verk í flutningi 50 manna kórs og um 30 manna hljómsveitar. Kirkjan er ekki mjög stór en einstaklega falleg og hljómburður ágætur. Meðan tónleikarnir stóðu yfir dró ýmist frá sólu eða fyrir og ljósið lék á marglitum gluggunum. Flutningur tónlistrinnar var allur með ágætum en sérstaklega athygli vakti 11 ára drengur sem söng „Pie Jesu“ kafla sálmumessunnar af fagmannlegU öryggi. Um kvöldið fórum við í gömlu París- aróperuna og sáum þar ballet gerðan um leikrit Shakespeares „Draumur á Jóns- messu nótt“ en tónlistina samdi Felix Mendelsohn. Hús þetta er stórglæsilegt enda víðfrægt. Ekki treysti ég mér til að finna að flutningi en þarna áttum við eina af „stóru stundunum" í ferðinni. 10. júní. Um morguninn var lialdið til kirkju Maríu Magdalcnu og þar lék einn af þckktustu orgelleikurum Parísar, Frangois-Hcnri Houbart, fyrir okkur og sagði nokkuð frá orgelinu. Þaðan var haldið til Eiffclturnsins og fóru þar flestir svo hátt upp sem auðið er. Skyggni hcfði getað verið betra en engu að síður var ánægjulegt að kynnast þessu mikla mannvirki af eigin raun. Þá voru skoðaðar tvær kirkjur, St. Sulpice þar scm Schweitzer stundaði nám hjá Vidor svo sem frægt varð, og elsta kirkja Parísar, St. Germain de Prés. Síðan fór hópurinn í Louvre- safnið en frá því kann ég ekki að scgja, því ásamt nokkrum félögum fór ég í merkisleiðangur sem hér verður þó ekki fjölyrt um. Geng- um við m. a. fram hjá Svartaskóla cn héldum svo til Notre Dame kirkjunnar, skoðuðum hana og vorum þar við aftansöng. Degi lauk svo með svolítið hráslagalegri bátsferð á Signu. 11. júní. Um morgupinn var ekið til Montmartre og Sacre - Cæur kirkjan skoðuð. Þar af hæðinni sér yfir stóran hluta borgarinnar og í nágrenninu, iðandi mannlíf og götumálarar að störfum. Síðan fengum við að spóka okkur um stund á Champs Elysees þar sem Sigurboginn blasir við. Þaðan var hladið til d'Orsay listasafnsins sem cr í gamalli, uppgcrðri járnbrautar- stöð. Þar var viðdvöl allt of stutt því ég á bágt með að ímynda mér skemmtilegra og glæsilegra safn og svo að mínu skapi. Dvaldist mér einkum við málverk Manets og höggmyndir Rodins. Síðdegis þann dag héldu nokkrir félagar úr hópnum tónleika og léku verk eftir Cesar Franck í kirkju hans, St. Clothilde. Orgel kirkjunnar er smíðað af Cavaille - Coll og hljómfagurt mjög. Því miður missti ég af meginhluta tónleikanna og var um að kenna umferðaröng- ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.