Organistablaðið - 01.12.1991, Page 6

Organistablaðið - 01.12.1991, Page 6
þveiti sem stafaði af mótmælaaðgerðum heilbrigðisstétta á Bastillutorginu. Tafðist við þetta ferð okkar sem bjuggum á Grand Hótel (raunar var ekkert stórbrotið við hótel þetta annað er nafnið). Istaðinn fengum við að horfast í augu við óeirðarlög- reglu gráa fyrir járnum. Þessir orgelleikarar komu fram á tónleikunum: Guðmundur Guðjónsson, Daniel Jónasson, Friðrik Vignir Stefánsson, Jón Ólafur Sigurðsson og Reynir Jónasson. Auk þess söng frú Guðrún Ellertsdóttir lag Francks „Panis Angelicus". Kirkjan átti að vera laus fyrir okkur frá 14.30 til þess að organistarnir gætu æft og undirbúið sig undir handleiðslu Susan Landale, sem gjörþekkir hljóðfærið og kirkjuna. Tón- leikarnir áttu að hefjast kl. 17.00. Einhverra hluta vegna hafði kirkjan verið lánuð til prófa og komust organistarnir ekki inn fyrr en kl. 17.00 og máttu bíða mest allan tím- an ásamt Sunsan Landale á tröppum kirkjunar, forráðamönnum kirkjunnar þóttu þessi mistök mjög leiðinleg og báðu margfaldrar afsökunar. Það bjargaði undirbún- ingi að báðar rúturnar urðu of seinar á staðinn vegna áðurgreindra umferðatafa þó komst rútan frá Hotel Iris mun fyrr á vettfang. Vegna allra þessara tafa þurfti að stytta tónleikana til muna og buðust þeir Örn Falkner, Friðrik Vignir og Jón Ólafur til að stytta sinn hluta. Örn Falkner dró sig því miður alveg til baka en hinir tveir felldu niður annað verkið af tveimur sem þeir höfðu undirbúið. Eftir tónleikana bauð Albert Guðmundson sendiherra hópnum til bústaðar síns. Tók hann vel og vinsamlega á móti okkur og veitti af sinni alkunnu rausn. Parísardvöl lauk svo með málsverði á veitningahúsinu „Le Train Bleu“ og var lagið tekið hressilega fyrir utan veitingastaðinn, við undirleik Rcynis Jónassonar, áður en stigið var upp í rúturnar og haldið heim eftir rúmlega 15. klst. dagsferð. Framhald í næsta blaði. ORGANISTABLAÐIÐ Útgefandi: Félag íslenskra organleikara. Ritnefnd: Gróa Hreinsdóttir, Njarðvíkurbraut 33, 260 Njarðvík, s. 92-16113. Jón Ólafur Sigurðsson, Grenigrund 40, 300 Akranesi s. 93-12996 / 13291 Dr. Orthulf Prunner, Barðavogi 28, 104 Reykjavík, s. 91-30227 Tölvusetning og dreifing: Jón Ólafur Sigurðsson Prentun: Prentverk Akraness hf. Stjórn Organistafclagsins: Formaður: Kjartan Sigurjónsson, Lundi 3 v/ Nýbýlaveg, 200 Kópavogi. Sími 91-45968. Ritari: Hörður Áskelsson. Sími 91-11019. Gjaldkcri: Kristín Jó- hannesdóttir. Sími 93-86640. Meðstjórnendur: Helgi Bragason og Björn Steinar Sólbergsson. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.