Organistablaðið - 01.12.1991, Side 7

Organistablaðið - 01.12.1991, Side 7
Gunnlaugur V. Gunnlaugsson frá Heiðarseli - Minning - Gunnlaugur Vilhjálmur Gunniaugsson var fæddur að Heiðarseli í Hróastungu á Fljótsdalshéraði þann 2. nóvember 1915 og andaðist 11. mars 1991. Gunnlaugur var sonur hjónanna Gunn- laugs Gunnlaugssonar Oddsen og Guð- bjargar Árnadóttur. Gunnlaugur ólst upp í foreldrahúsum, í stórum systkinahópi, til níu ára aldurs en þá dó faðir hans. Frá 9 ára aldri ólst Gunnlaugur upp í Bót í Hrósastungu hjá Sigríði Eiríksdóttur og ungum syni hennar Stefáni Péturssyni. Stefán var þá organisti við Kirkjubæjar- kirkju og hóf Gunnlaugur sitt orgelnám hjá honum. Veturinn 1933 - 1934 stundaði Gunnlaugur nám f Alþýðuskólanum á Eiðum, meðal kennara þar var Þórarinn Þórarinsson frá Valþjófsstað í Fljótsdal, síðar skólastjóri og var hann mikill áhuga- maður um söngmál og hvatti hann Gunn- laug til þess að gefa sig að orgelspilinu. Gunnlaugur gekk til spurninga hjá sr. Sigurjóni Jónssyni á Kirkjubæ, vorið 1930 og lék hann þá stundum á orgelið í kirkjunni fyrir prest. Árið 1939 hóf Gunnlaugur búskap að Heiðarseli ásamt móður sinni en árið 1947 keypti hann jörðina og hóf búskap með unnustu sinni Gunnhildi Björnsdóttur frá Heiðarseli og gengu þau í hjónaband árið 1954 og eignuðust þau átta börn og ólu einnig upp eina dótturdóttur sína. Gunnlaugur var organisti í Kirkjubæjarkirkju í Hróastungu frá árinu 1950 til ársins 1991 eða um 40 ára skeið og vann sitt starf af alúð og óeigingirni og flyt ég honum einlægar þakkir fyrir áratuga samstarf. Sr. Einar P. Þorsteinsson prófastur að Eiðuin. (Tekið saman að beiðni organistablaðsins) Organistablaðið vottar Gunnlaugi heitnum virðingu sína og sendir aðstandenum lians samúðarkveðjur. Frá ritnefnd. Fleiri minningargreinar bíða birtingar og verða þær birtar í næstu blöðum. Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur að organistar, prestar og aðrir þeir sem til þekkja geri blaðinu aðvart um andlát og afmæli í organistastétt og jafnvel sendi okkur greinar og þá mjög gjarnan með myndum sem við að sjálfsögðu cndursendum að lokinni prentun. Sérstaklega á þetta við núna þegar útgáfa blaðsins er að jafna sig eftir lægð undanfarinna ára og vitað er að ýmsir hafa átt afmæli og einnig að ýmsir hafa fallið frá án þess að þeirra hafi verið getið í blaðinu. Þess vegna verðum við núna að treysta á að þið gerið okkur aðvart mcð símhringinu eða línu. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.