Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 8
30 ára vígsluafmæli orgels Akureyrarkirkju Frá því að Akureyrarkirkja var vígð fyrir 51 ári, hafa fjögur orgcl verið notuð þar við helgiathafnir. Fyrst var flutt þangað orgelið sem verið hafði í kirkjunni við Aðal- stræti frá því árið 1901. Það var notað frá vígsludegi kirkjunnar, 17. nóv. 1940, til júníloka 1941, en er nú í kirkjukapellunni. Þá var komið í kirkjuna rafmagnsorgel af Hammond-gerð, sem hjónin Rannveig og Vilhjálmur Þór gáfu Akureyrarkirkju til minningar um foreldra sína. Dr. Páll fsólfsson lék á það fyrstur við messu í upphafi prestastefnu 26. júní 1941. Bæði þessi hljóðfæri voru smíðuð í Bandaríkjum Norður- Amerrku. Pípuorgelið mikla, sem hér verður sagt frá, var hið þriðja í röðinni, en fjórða og nýjasta orgel kirkjunnar er svo kórorgelið, sem Björgvin Tómasson smíð- aði og vígt var haustið 1988. Hammond-orgelið var í sjálfu sér vandað og fjölhæft hljóðfæri og kom í hinar bestu þarfir í kirkjunni, sem var stór og vegleg miðað við aðrar íslenskar kirkjur og þarfnaðist þess vegna kröftugs hljóðfæris. Það var ekki fyrr en veturinn 1952/1953, að skriður komst á málið. Þá barst þetta í tal með þeim Jakob Tryggvasyni, þá organista kirkjunnar, Jóhanni Konráðssyni og Sverri Pálssyni, að varla væri lengur við annað unandi en Akureyrarkirkja, sem þá var stærsta kirkja lúthersks siðar á íslandi, fengi orgel, scm henni væri fyllilega sam- boðið. Þrímenningarnir lctu ekki sitja við orðin tóm, heldur æfðu kirkjulega söngskrá og efndu til kirkjutónleika til ágóða fyrir væntanlegan orgelsjóð. Jóhann og Sverrir sungu einsöng og tvísöng, en Jakob lék undir á orgcl kirkjunnar. Þcssir tónleikar voru svo haldnir sunnudaginn 15. mars 1953. Ágóðinn af þeim varð 667,74 kr., og sparisjóðsbók mcð þeirri fjárupphæð var afhcnt sóknarnefnd á aðalsafnaðarfundi haustið 1953 með þeirri kvöð, að gjöfin yrði upphaf sjóðs, sem verja skyldi til kaupa á vönduðu pípuorgeli í Akureyrarkirkju. Þetta var gert með vitund og samþykki gef- enda Hammond-orgclsins. Á þessum safnaðarfundi var kosin þriggja manna framkvæmdanefnd til að vinna með sóknarnefnd að fjársöfnun til að kaupa pípuorgcl. í henni áttu sæti Páll Sigur- geirsson, kaupmaður, sem var formaður, Arni Björnsson, kcnnari og Jakob Tryggvason, organisti. Haft var náið samband við formann sóknarncfndar. Fyrstu verk nefndarinnar voru tvíþætt: Að útvega teikningar að kirkjunni til að geta látið upplýsingar um stærð kirkjunnar, hlutföll og rúmmál fylgja fyrirspurnum og hugsanlegri pöntun til orgelverksmiðja og að hrinda af stað almcnnri fjársöfnun til orgelkaupanna. Allir voru sammála um, að orgclinu yrði að koma fyrir á söngloftinu, en gallinn var sá, að aldrei var gert ráð fyrir svo stóru orgcli þar í upphafi, þegar kirkjan var teikn- uð, svo að fyrirsjánlegt var, að þar þyrfti ýmsu að breyta, einkum gólfi, sem var hall- andi trcgólf á láréttu steingólfi. Þar voru þrjár bekkjaraðir með sætum fyrir 60 manns, en eftir að stórt pípuorgcl kæmi, var hætt við, aö þar kæmist ekki lengur fyrir annað fólk en söngfólkið. Fjársöfnun fór hægt af stað, en haustið 1955 var búið að safna um 15.000 krónum. Allvcl safnaðist þá um veturinn, því að í marslok var sjóðurinn orðinn 75.000 krónur. Þá var lauslega áætlað, að orgelið uppsett myndi kosta 320.000 krónur. Þá voru sóknargjöldin, samkvæmt beiðni orgelncl'ndarinnar, hækkuð í lögleyfða há- marksupphæð 57 krónur og hækkunin látin renna í orgelsjóð. Jafnframt var leitað til- boða í Hammond-orgelið. Haustið 1956 fóru menn að sjá hilla undir, mögulcika á að 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.