Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 9
panta orgel, ef til vill á næsta ári. Sótt var um innflutningsleyfi fyrir orgelinu og haust- ið 1957 voru 90.000 krónur í sjóði og loforð fengið fyrir 30.000 kr. láni úr hinum al- menna kirkjusjóði, svo að bjartsýni manna jókst óðum. En þá barst alger neitun um, að innflutningsleyfi fyrir pípuorgelinu yrðu veitt, að minnsta kosti fyrst um sinn, svo að enn varð að fresta pöntun hljóðfærisins. Þó komu tvö tilboð, eitt vestur-þýskt og annað austur-þýskt, en þeim var báðum hafnað. Seint á árinu 1958 var orgelnefndin í alvöru farin að velta fyrir sér, hvar hún ætti að bera niður um orgelkaupin og leita upplýsinga og ráðlegginga um þau, því að nú var fjárfestingarleyfi fengið fyrir orgelinu. Oðum leið að því, að ákveða þyrfti, hvert menn vildu snúa sér um þessi stóru, mikilvægu og ábyrgðarmiklu viðskipti. Það var prófessor Martin Gunter Förstemann í Hamborg, sem réð valinu á orgel- inu, það er að segja hvaða tegund var keypt. Þegar hugmyndin að orgelkaupunum var að fæðast, var Haukur Guðlaugsson, síðar söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, nem- andi hans í Hamborg. Jakob Tryggvason skrifaði Hauki og bað hann að tala við Förstemann og spyrja hann, með hvaða orgeltegund hann vildi mæla. Förstemann vísaði strax á G.F. Steinmeyer & Co. í Oettingen í Bayern. Valið hlaut auðvitað allt- af að verða nokkuð erfitt, því að um allmargar mjög góðar orgelsmiðjur var að velja. En þarna talaði maður, sem ástæða var til að treysta og mark var á takandi, enda einn af fremstu orgelleikurum samtímans. Upphaflega datt Jakob í hug Marcussen-verksmiðjan danska, því að hún er mjög þekkt og í miklu áliti og smíðar orgel í kirkjur víða um heim. Jakob kannaði meira að segja, hvað afgreiðslutíminn þar væri langur, en hann reyndist minnst fjögur ár. Hins vegar var fresturinn ekki langur hjá Steinmeyer. Farið var að ráðum Förstemanns og leitað samninga við G. F. Steinmeyer & Co. Þar á bæ var eftirleitan orgelnefndar Akureyrarkirkju afar vel tekið. Það varð úr, að forráðamenn verksmiðjunnar buðu Jakob Tryggvasyni að koma í heimsókn til Oett- ingen, algerlega á þeirra kostnað, sumarið 1959. Það góða boð var vitanlega með þökkum þcgið. Þcir báru Jakob á höndum sér og sýndu honum verksmiðju sína hátt og lágt, vélakost hennar, tækni og framlciðslu, og leist Jakob mjög vel á. Þá kynntu þeir honum allan hugsanlegan búnað væntanlegs orgels, sem til greina kom, svo að hann gat valið úr eftir smckk sínum og kunnáttu og þörl'um Akureyrarkirkju. Þarna komust á persónuleg tengsl, kynni og vinskapur, sem síst spilltu hinum viðskiptan- legu samskiptum og samningum, heldur greiddu úr öllum vanda, komu í veg fyrir hugsanlegan misskilning og auðveldaði orgelncfnd og sóknarnefnd að átta sig á, hvers konar hljóðfæri réttast yrði að kaupa. Tilboð kom svo frá G. F. Steinmeyer & Co., dagsett 8. desember 1959, með ná- kvæmri lýsingu á orgelinu og hvað í tilboðinu fælist. Afhendingarfrestur átti að vera 8 - 9 mánuðir, eftir að fyrsta afborgun væir greidd (01. 02. 1960) og endanleg verk- lýsing lægi fyrir (í síðasta lagi 01. 04. 1960). Kaupverð var 78.750 mörk miöað við, að orgelið væri komið í skip í Hamborg, og skyldi greiðast í þremur jöfnum greiðsl- um, við pöntun, 6 mánuðum eftir pöntun og við afhendingu í skip. Við nánari samninga var lýsingu orgelsins breytt nokkuð, röddum fjölgað og tæknibúnaður aukinn. Það hlaut að hleypa verðinu eitthvað fram, þannig að endan- legt verð varð 97.550 mörk. Hammond-orgelið var auglýst til sölu en enginn kaupandi gaf sig fram. Frímúrar- areglunni á Akureyri var þá boðið hljóðfærið til kaups á kr. 45.000, og náðust um það samningar. Orgelnefndin hafði síðan ýmiskonar fjáröflunarstarfsemi og einnig voru reiddir fram peningar úr sjóðum kirkju og kirkjugarðs. Nýja brgelið fór svo á stað til íslands frá verksmiðjunni um miðjan apríl 1961, en tafðist eitthvað á leiðinni og kom ekki til Akureyrar fyrr en um mitt sumar og var ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.