Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 11
Hljóðfærið hefur og nýst til annarrar starfsemi og má í því sambandi nefna orgel- kennslu á vegum Tónlistarskólans á Akureyri og Tónskóla þjóðkirkjunnar. En org- elið er ckki eingöngu tónleikahljóðfæri. Það er órjúfanlega tengt helgihaldi safnað- arins og sannar ágæti sitt hvern helgan dag ársins sem einleikshljóðfæri, til leiks með öðrum hljóðfærum, með kórsöng, almennum söng og einsöng. Nú hefur verið ákvcðið í samráði við sóknarncfnd og sóknarpresta að auka hlut þess enn meir í helgihaldi kirkjunnar með því að halda hádegistónleika einu sinni í mánuði, þar sem skiptast á orgelleikur og ritingarlestur. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju Orgel Selfosskirkju endurbætt og stækkað Við hátíöarguðsþjónustu þann 11. ágúst 1991 vígði sr. Pétur Sigurgeirsson biskup safnaðarheimili Selfosskirkju til notkunar. Um leið var lokið turnbyggingu og mikl- um endurbótum og stækkun á kirkjunni og orgelinu. Orgclið var stækkað úr tveimur hljómborðum í þrjú, mcð því að smíðað var nýtt „rygpositív" svo sem vera átti samkvæmt fyrstu ákvörðunum sem horfið var frá vegna kostnaðar þegar orgelið var smíðað og sett upp 1964. Upphaflega var orgelið 28 raddir, en er nú cftir stækkun, 38 raddir. 14 raddir cru alveg nýjar og sú 15. oktava 4' í aðalverki bætist við á næsta ári og kemur í stað núverandi okt. 4', auk hennar hef- ur verið skipt um 4 raddir. Ein rödd (rankett 16') var flutt úr swellvcrki í rygpositiv. Orgelið var upphaflega smíðað hjá G. F. Steinmeyer í Þýskalandi, en endursmíði og stækkun nú var á höndum Bruno Christenscn & S0nncr í Danmörku. Suma dag héldu þrettán organistar í Árncsprófastsdæmi þríggja klukkustunda langa tónlcika á orgclið. Auk þeirra lék cinnig Guðmundur Gilsson, fyrsti organisti Sclfosskirkju. Glúmur Gylfason, organisti Selfosskirkju Pípuorgel til sölu Til sölu er pípuorgel af gerðinni Streichardt. Orgelið hefur 2 1/2 rödd, á tveimur hljómborðum og viöhengt fótspil. Orgelið er hægt að stækka í 4 1/2 rödd. Hljóðfærið hentar ágætlega litlum kirkjum eða sem æfingarhljóðfæri. Upplýsingar hjá Helga Bragasyni í síma 91-53584 heima eða 91-52588 í vinnu. ORGANISTABLAÐID 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.